Opinber innkaup og útboðsmál

Samtök iðnaðarins veita ríki og sveitarfélögum aðhald í opinberum innkaupum. Við höfum barist fyrir því fyrir að ríki og sveitarfélög bjóði út kaup á vörum og þjónustu eftir skýrum og gegnsæjum reglum.

Samtök iðnaðarins veita ríki og sveitarfélögum aðhald í opinberum innkaupum. Við höfum barist fyrir því fyrir að ríki og sveitarfélög bjóði út kaup á vörum og þjónustu eftir skýrum og gegnsæjum reglum.

  • Við höfum árum saman beitt okkur fyrir breytingum á lögum og reglum á sviði opinberra innkaupa og útboðsmála með umtalsverðum árangri
  • Við stöndum vaktina og gætum þess að farið sé að gildandi reglum og gætum hagsmuna þeirra félagsmanna sem telja á sér brotið
  • Við beitum okkur fyrir bættum vinnubrögðum og skýrari verklagsreglum við útboð og val verktaka
  • Við stuðlum að bættum samskiptum seljenda og kaupenda vöru og þjónustu
  • Við stöndum fyrir öflugri kynningu, t.d. með árlegu Útboðsþingi í janúar. 

Stefna

Markmið
Aukin hagkvæmni í opinberum rekstri sem skapar einkafyrirtækjum sanngjarnan og heilbrigðan samkeppnisgrundvöll. Þar, sem því verður við komið, verði opinber innkaup nýtt til nýsköpunar. Útboðstefna ríkisins verði jafnframt útboðsstefna bæjarfélaga og stofnana þeirra. Opinber innkaup verði til slíkrar fyrirmyndar að þau leiði til siðbótar á almennum markaði.

Ástand
Samtök iðnaðarins hafa átt stóran þátt í að útboðstefna ríkisins hefur verið virt og fest í sessi. Við endurskoðun útboðsstefnunnar og við breytingar á lögum um opinber innkaup hafa Samtökin lagt til fjölmargar úrbætur. Innan ríkisgeirans gera innkaupa- og framkvæmdaaðilar sér almennt ljósa tilvist þessara reglna. Sömu sögu er ekki að segja um innkaup margra sveitarfélaga og stofnana þeirra. Ef innkaup eru undir viðmiðunarmörkum EES virðast of mörg sveigarrfélög álíta að þau geti hagað innkaupum sínum að vild. Engin samræmd stefna sveitarfélaga er til og er allur gangur á hvernig innkaupum og útboðum þeirra er háttað.

Nauðsynlegar aðgerðir

1 Samræmd útboðsstefna sveitarfélaga
Mótuð verði skýr útboðsstefna sveitarfélaga eða þeim gert skylt að fara að þeim lögum og reglum sem gilda um innkaup ríkisins.
2 Endurskoðun laga nr. 65/1993 um framkvæmd útboða
Frá gildistöku laganna hefur komið í ljós að nauðsynlegt er að endurskoða þau, t.d þarf að herða refsiákvæði laganna.
3 Samtök iðnaðarins haldi virku hlutverki sínu í umræðu um opinber innkaup
Samtökin vinni með opinberum aðilum að sem flestum verkefnum í tengslum við opinber innkaup þ.á.m. með tillögugerð og með setu í nefndum og ráðum.
4 Samtök iðnaðarins veiti opinberum aðilum aðhald
Samtökin gæti hagsmuna aðildarfyrirtækja gagnvart opinberum innkaupaaðilum.