Umhverfis- og orkumál

Orkustefna Samtaka iðnaðarins miðar að bættri samkeppnisstöðu íslensks iðnaðar. Við teljum að bætt skipulag og lægra orkuverð stuðli að erlendri fjárfestingu hér á landi og ýti undir notkun innlendrar orku.

Samtök iðnaðarins vilja stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og að umhverfismál séu í hávegum höfð í rekstri fyrirtækja. Umhverfismál taka yfir vítt svið og meðal þeirra mála sem samtökin koma að er bætt umgengni, umhverfisstjórnun, mat á umhverfisáhrifum, úrgangsmál, nýir orkugjafar og loftslagsmál. Samtökin vilja stuðla að bættri orkunýtni í iðnaði til að auka hagkvæmni í rekstri þeirra og til að nýta vel orkuauðlindir.

Nánar

  • SI hvetja íslensk fyrirtæki til að vera í fararbroddi í umhverfismálum
  • SI vinna með fyrirtækjum og stjórnvöldum að því að ná settum markmiðum í umhverfismálum
  • SI vilja skilvirka stjórnsýslu og einfaldara regluverk
  • SI koma að mótun og þróun úrgangsmála, m.a. með þátttöku í stjórn Úrvinnslusjóðs
  • SI stuðla að uppbyggingu hreinnar tækni og græns iðnaðar
  • SI styðja við sjálfbæra nýtingu auðlinda
  • SI vilja stuðla að samkeppnishæfu raforkuverði og láta þróun raforkumarkaðar sig varða
  • Við teljum að bætt skipulag og lægra orkuverð stuðli að erlendri fjárfestingu hér á landi og ýti undir notkun innlendrar orku
  • SI hvetja fyrirtæki til að vinna að orkusparnaði


Tengdar fréttir

Óskað eftir tilnefningum fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins - Almennar fréttir Umhverfis og orkumál

Hægt er að senda tilnefningar fyrir Umhverfisverðlaun atvinnulífsins fyrir 12. september næstkomandi en verðlaunin verða afhent 12. október.

Lesa meira

Álfyrirtæki í forystu við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda - Almennar fréttir Umhverfis og orkumál Framleiðsla

Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Bryndísi Skúladóttur, sviðsstjóra framleiðslusviðs Samtaka iðnaðarins, en hún verður með erindi á ársfundi Samáls næstkomandi fimmtudag. 

Lesa meira

Helstu áherslur í raforkumálum koma fram í raforkustefnu SI - Almennar fréttir Umhverfis og orkumál

Í raforkustefnu SI sem samþykkt hefur verið af stjórn kemur meðal annars fram að skipulag, uppbygging og þróun raforkumarkaðar hér á landi skipti skipti sköpum fyrir iðnfyrirtæki, orkufyrirtæki og efnahagslífið í heild sinni. 

Lesa meira

Fréttasafn