Ítarefni

Kostnaður iðnfyrirtækja við raforkuöflun 

Í nóvember 2010 kom út skýrsla um kostnað iðnfyrirtækja við raforkuölfun sem Efla verkfræðistofa gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Í henni kemur m.a. fram að dreifing raforku hefur hækkað meira í verði en raforka frá árinu 2005.

Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þróun raforkuverðs á almennum markaði frá því raforkulögin tóku gildi í janúar 2005, en þá var samkeppni innleidd  í raforkusölu. Skoðuð eru verð í raforkusölu annars vegar og hins vegar flutningi og dreifingu. Níu fyrirtæki í iðnaði voru skoðuð og litið til gjaldskráa allra fyrirtækja sem eru starfandi á raforkumarkaði. Skýrsluna má nálgast hér.

Sæfiefni

Til sæfiefna flokkast ýmis sótthreinsandi efni til yfirborðsmeðhöndlunar og til nota í matvælaframleiðslu, iðnaði, innan heilbrigðisgeirans og á stofnunum, rotvarnarefni til að tryggja geymsluþol efna eða til varnar vexti örvera (matvæli eru undanskilin), útrýmingarefni t.d. skordýraeyðar, nagdýraeitur, einnig gróðurhindrandi efni sem notuð eru í botnmálningu skipa. Sjá nánar hér.

REACH efnalöggjöfin

Íslensk fyrirtæki eru hvött til að undirbúa sig vel fyrir REACH en framleiðendur og innflytjendur skulu skrá efni og veita upplýsingar um eiginleika þeirra. Forskráning efna stendur til nóvember 2008. Mikilvægt er að íslensk fyrirtæki taki þátt í ferlinu frá byrjun því óheimilt verður að framleiða eða markaðssetja óskráð efni í Evrópu. Sjá nánar hér.

Einfalt umhverfisstjórnunarkerfi

Verkefninu EMS-light var ætlað að mæta þörf á einföldu umhverfisstjórnunarkerfi, sem hjálpar til við aðgerðir sem skila umhverfisávinningi án þess að því fylgi of mikil skriffinnska. Verkefnið var unnið fyrir norrænu ráðherranefndina og tekur mið af þörfum lítilla fyrirtækja í litlum samfélögum. Sjá nánar hér.

Kynningarrit um Umhverfisvottanir

Umhverfisvottun felur í sér margvíslega kosti. Sé vel á málum haldið nýtist vottunin í markaðssetningu og leiðir til bættrar nýtingar aðfanga og þar með fjármuna. Einnig getur vottun treyst samskipti við viðskiptavini og aukið ánægju starfsfólks. Sjá nánar í kynningarriti um umhverfisvottanir.

GERUM GOTT ÚR ÞESSU - Nýtt endurvinnslumerki prentmiðla á Íslandi

Hlutfall prentaðs efnis, sem skilað er til endurvinnslu, minnkar og sífellt meira er urðað með almennu sorpi. Forráðamenn útgáfufyrirtækja, auglýsingastofa og prentsmiðja vilja leggja sitt af mörkum og hvetja landsmenn að flokka og skila prentefni til endurvinnslu.