Raforkustefna SI

Raforkustefna SI er samþykkt af stjórn.

Stefna og áherslur SI í raforkumálum

  • Tæplega fjórðungur útflutningstekna þjóðarinnar byggir á nýtingu og framleiðslu raforku. Þannig gegnir orkuframleiðsla og nýting hennar lykilhlutverki í efnahagsstarfseminni og er veigamikil uppspretta verðmætasköpunar.

  • Skipulag, uppbygging og þróun þessa mikilvæga markaðar skiptir því sköpum, bæði fyrir iðnfyrirtæki, orkufyrirtæki og efnahagslífið í heild sinni.

  • Á síðustu árum hefur vægi umhverfisþátta í orkumálum aukist mikið og mikilvægt að vega saman með skynsömum hætti umhverfissjónarmið og efnahagslega þætti.

  • SI setja því fram skýra sýn á þá meginþætti er mestu skipta varðandi þróun, uppbyggingu og skipulag markaðarins.

NÁNAR