Aðild að SI

Fyrirtæki og sjálfstæðir atvinnurekendur sem starfa í iðnaði, hugverki, mannvirkjagerð eða skyldum greinum geta orðið aðilar að Samtökum iðnaðarins og viðeigandi aðildarfélagi þar sem það á við. Aðild að Samtökum iðnaðarins getur því orðið með tvennum hætti, beinni aðild og aðild gegnum aðildarfélag.

Hér er hægt að sækja um aðild að Samtökum iðnaðarins með rafrænum skilríkjum. 

Aðild að Samtökum iðnaðarins geta verið með tvenns konar hætti:

1. Bein aðild

Fyrirtæki sem ekki falla undir einstök aðildarfélög innan Samtaka iðnaðarins sækja um sem beinir aðilar að samtökunum. Ef meirihluti stjórnar samþykkir inntökubeiðnina tekur aðild þá þegar gildi.

2. Aðild gegnum aðildarfélög

Fjölmörg aðildarfélög (iðngreina- og meistarafélög) eiga aðild að Samtökum iðnaðarins og þar með eiga félagsmenn þeirra aðild. Fyrirtæki sem heyra undir einstök aðildarfélög sækja um aðild að viðkomandi félagi og verða með þeim hætti aðilar að Samtökum iðnaðarins í samræmi við lög viðkomandi félags.

Auk félagsgjalda til Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins greiða þessi fyrirtæki sérstakt félagsgjald til viðkomandi aðildarfélags. 

  • Hér er hægt að nálgast forsendur félagsgjalda SI og SA.
  • Hér er hægt að reikna út áætlað félagsgjald SI og SA.

Sterkari saman - Ávinningur aðildar að SI

Hér er hægt að nálgast PDF-útgáfu af kynningarbæklingi:

Sterkari saman - Ávinningur aðildar að SI

Forsida_1687337323826


STARFSGREINAHÓPAR OG AÐILDARFÉLÖG SI

Fyrirtæki geta ýmist verið beinir aðilar að Samtökum iðnaðarins eða aðilar í gegnum starfsgreinahópa og aðildarfélög samtakanna. Undir hatti SI starfa 45 starfsgreinahópar og aðildarfélög. 

Logo2_1687337382475