Viðburðir
23.01.2018 kl. 15:00 - 16:30 Hús atvinnulífsins, Kvika, 1. hæð

Tækniþróunarsjóður og skattendurgreiðsla vegna nýsköpunarverkefna

Samtök iðnaðarins boða til kynningarfundar fyrir félagsmenn SI með fulltrúum Rannís þriðjudaginn 23. janúar kl. 15.00-16.30 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 á 1. hæð

Á fundinum kynna fulltrúar Rannís Tækniþróunarsjóð og skattfrádrátt vegna rannsókna- og þróunarverkefna og sitja fyrir svörum. Fulltrúar tveggja fyrirtækja segja frá reynslu af endurgreiðslum. 

Dagskrá

  • Styrktarflokkar Tækniþróunarsjóðs og helstu atriði er varða skattfrádrátt til fyrirtækja sem eru eigendur rannsókna- og þróunarverkefna. Sigurður Björnsson, Rannís.
  • Reynsla fyrirtækja af sjóðnum og skattalegum hvötum til nýsköpunarfyrirtækja. Fulltrúar Oculis og Solid Clouds. 

Fundarstjóri er Bryndís Skúladóttir, sviðsstjóri framleiðslusviðs SI.

Fundinum verður streymt beint á Facebook SI.

Bókunartímabil er frá 17 jan. 2018 til 24 jan. 2018