Viðburðir
24.04.2018 kl. 17:00 Norræna húsið

Arkitektinn Stefan Marbach í Norræna húsinu

Arkitektinn Stefan Marbach, einn aðaleiganda svissnesku arkitektastofunnar Herzog & de Meuron, flytur fyrirlestur og veitir innsýn í valin verkefni á fundi í Norræna húsinu næstkomandi þriðjudag 24. apríl kl. 17.00. Það er Listaháskóli Íslands sem stendur fyrir fyrirlestrinum í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, Hönnunarmiðstöð og SAMARK. Yfirskrift fundarins er Project Insights.

Hér er hægt að lesa nánar um arkitektastofuna og arkitektinn.