Viðburðir
11.10.2018 kl. 9:00 - 11:00 Grand Hótel Reykjavík

Framtíðaráskoranir í stjórnun

Árleg haustráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand Hótel fimmtudaginn 11.október kl.9.00-11.00.  Þema ráðstefnunnar er: Framtíðaráskoranir í stjórnun - er umbylting í stjórnun framundan? 

Fyrirlesarar  

  • Sylvía Kristín Ólafsdóttir, forstöðumaður stoðdeildar rekstrarsviðs hjá Icelandair 
  • Gestur Pétursson, forstjóri Elkem á Íslandi 

Ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi Benediktsson rithöfundur, leikari, lögfræðingur og framtíðarfræðingur. 

Dagskráin hefst með morgunverðarhlaðborði kl. 8.30. Þórunn M. Óðinsdóttir, framkvæmdastjóri Intra og formaður stjórnar Stjórnvísi, setur ráðstefnuna kl. 9.00. Því næst munu fyrirlesarar flytja erindi. Stuttar vinnustofur verða á eftir hvoru erindi þar sem tækifæri gefst að ræða saman og kynnast öðrum félögum. 

Samtök iðnaðarins eru meðal styrktaraðila ráðstefnunnar.

Hér er hægt að skrá sig.