Viðburðir
25.10.2018 kl. 16:00 Stúdentagarðar Sæmundargötu 21

Yngri ráðgjafar - Vísindaferð

Yngri ráðgjafar sem er deild innan Félags ráðgjafarverkfræðinga efna til vísindaferðar fimmtudaginn 25. október þar sem farið verður á verkstað og Stúdentagarðarnir við Sæmundargötu 21 skoðaðir. ÍSTAK er alverktaki verksins en hönnuðir eru Yrki arkitektar, Verkfræðistofa Hauks Ásgeirssonar, VHÁ, Lota og Verkís. Boðið verður upp á kynningu á verkinu frá ólíkum sjónarhornum:

  • ÍSTAK - Gísli H. Guðmundsson, verkefnisstjóri, mun kynna verkefnið f.h. ÍSTAKS ásamt Guðmundi Halldóri Friðrikssyni sem mun segja frá hvernig ÍSTAK hefur nýtt BIM í verkefninu.
  • Yrki arkitektar - Ingibjörg Benediktsdóttir, byggingafræðingur hjá Yrki arkitektum, segir frá verkefninu.
  • Lota - Kristinn Eiríksson, byggingarverkfræðingur hjá Lotu, segir frá verkefninu en Lota hefur séð um rafmagns-, lagna- og brunahönnun í verkefninu.

Mæting á svæðið er kl. 16.00 og eftir á verður haldið á Stúdentakjallarann.

Fjöldatakmörkun er inn á verkstaðinn svo vinsamlega tilkynnið um mætingu með því að skrá ykkur. 

Bókunartímabil er frá 2 okt. 2018 til 25 okt. 2018