Viðburðir
01.11.2018 Grand Hótel Reykjavík

Fast 50 og Rising Star

Viðburður 1. nóvember í Háteigi á Grand Hótel þar sem kynntar verða niðurstöður á verkefnunum Fast 50 og Rising Star sem Deloitte, Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og FKA standa að. 

Fast 50 er alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að skapa tæknifyrirtækjum vettvang til að vekja athygli fjárfesta og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um heiminn á vexti og vaxtarmöguleikum sínum. 

Rising Star er hluti af Fast 50 verkefninu. Þar gefst íslenskum frumkvöðlum og sprotum í tæknitengdum greinum tækifæri til halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sinni og vekja athygli innlendra sem og erlendra fjárfesta á hugviti sínu og þróun.  

Hér er hægt að nálgast nánari upplýsingar um Fast 50 og Rising Star.