Samtök fyrirtækja í grænni tækni

Samtök fyrirtækja í grænni tækni

Samtök fyrirtækja  í grænni tækni - Clean Tech Iceland - voru stofnuð 1. júní 2010 og starfa sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Í samtökunum eru fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Þau eru vettvangur fyrir aðila í þessum geira til að koma saman og bera saman bækur sínar og læra hver af öðrum, byggja upp tengslanet og nýta sér tengslanet hvors annars um leið og mótuð er skýr ásýnd á græn fyrirtæki hér á landi. Áherslurnar liggja á mörgum sviðum einkum í markaðsmálum, menntamálum, varðandi fjármögnun,  þátttöku í norrænu starfi og að vera stjórnvöldum til stuðnings við stefnumótun.
Þetta vefsvæði byggir á Eplica