Fyrirtæki í málmiðnaði

Límtré Vírnet ehf.

Vírnet hf. var stofnað 1956 og framleiddi í fyrstu hefðbundinn byggingasaum fyrir byggingaiðnaðinn. Eftir því sem fyrirtækið hefur elst hefur það vaxið og eflst og í dag skiptist Vírnet hf. í 4 deildir, sem eru: Saumdeild sem framleiðir yfir 80 tegundir saums. Völsunardeild sem valsar 28 mismunandi tegundir klæðningarstáls. Blikksmiðja þar sem veitt er öll almenn þjónusta og smíði. T.d. rennur, milliveggjastoðir og þaktúður. Járnsmiðja þar sem veitt er öll almenn þjónusta og smíði. T.d. gjafagrindur, snjóplógar, hurðir og vörukassar. Vírnet hf. hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og er t.d. eini framleiðandi saums á Íslandi og býður einnig upp á ýmis afbrigði við völsun, s.s. bogavölsun og grókóbeygjur. Því hefur í áranna rás safnast upp mikil sérþekking og reynsla hjá starfsmönnum fyrirtækisins, sem skilar sér í traustum og vönduðum vörum sem byggingariðnaðurinn og almenningur mun njóta um ókomin ár.
  • Heimilisfang: Borgarbraut 74
  • Símanúmer: 530 6000
  • Faxnúmer: 437 1819
  • Vefsíða: www.limtrevirnet.is

Aðrar upplýsingar

Fyrirtæki í sama iðnaði