Gæðastefna SI

Samtök iðnaðarins(SI) skilgreina gæðastefnu sína með eftirfarandi hætti:

Samtök iðnaðarins leitast við:

Að þjóna íslenskum iðnaði, gæta hagsmuna hans og vera helsti málsvari á innlendum og erlendum vettvangi.

Að fullnægja ávallt væntingum ytri og innri viðskiptavina. Litið er á félagsmenn sem helstu viðskiptavini Samtakanna. Aðrir mikilvægir ytri viðskiptavinir eru önnur iðnfyrirtæki, félög og samtök. Starfsmenn Samtakanna, starfsgreinahópar og félög innan SI eru skilgreindir sem innri viðskiptavinir.

Að vera trúverðugur málsvari íslensks iðnaðar gagnvart stjórnvöldum, fjölmiðlum og almenningi.

Að hafa forystu á sviði gæðamála

Að beita aðferðum altækrar gæðastjórnunar þar sem allir starfsmenn félagsins taka virkan þátt í því að vinna stöðugt að umbótum.

Að koma á og viðhalda gæðakerfi samkvæmt alþjóðlega staðlinum ÍST ISO 9001:2000. Sá staðall er lagður til grundvallar við árlega rýni stjórnenda en auk þess stuðst við úttekt á grundvelli ?Microscope-benchmarking? fyrir þjónustufyrirtæki.

Að starfsemin taki ávalt mið af almennum lögum og reglum, alþjóðlegri þróun atvinnulífsins og hagsmunum þess.

Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins ber ábyrgð á að allir starfsmenn félagsins þekki og skilji gæðastefnuna og hafi hana að leiðarljósi í starfi sínu.