Atburðir

04.09.2017 - 05.09.2017, kl.13:00 - 16:30 SI atburðir

Styrkir og skattafsláttur vegna vöruþróunar- og nýsköpunarverkefna

SI bjóða félagsmönnum sínum á kynningarfund þar sem gefið verður stutt yfirlit yfir helstu sjóði sem bjóða styrki sem henta framleiðslufyrirtækjum og í kjölfarið býðst félagsmönnum að hitta sérfræðinga sem þekkja vel til í styrkjakerfinu, geta leiðbeint um hvaða sjóðir henta í hverju tilviki og gefið ráð um hvernig á að  skrifa góðar umsóknir. Ekki er nauðsynlegt að vera með verkefnishugmynd til að koma á fundina.

Um tvo fundi er að ræða sem haldnir verða annars vegar á Akureyri og hins vegar í Reykjavík.

Fundirnir verða á eftirtöldum tímum:

Mánudaginn 4. september kl. 13.00 - 16.30, Akureyri, Verksmiðjunni, frumkvöðlasetri,
Glerárgötu 34

Þriðjudaginn 5. september kl. 13.00 - 16.30, Reykjavík, Borgartúni 35, Kviku á 1. hæð.

SKRÁNING
Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvorn fundinn þið ætlið að sækja.