Atburðir

17.10.2017, kl.8:30 - 10:00 SI atburðir

Kjósum betra líf

SI fundar með forystufólki stjórnmálaflokkanna

Samtök iðnaðarins vilja leggja sitt af mörkum til umræðunnar í aðdraganda kosninga og vekja athygli á þeim málefnum sem brýnust eru fyrir samkeppnishæfni íslensks iðnaðar. Málefnin verða til umræðu á opnum fundi með forystufólki stjórnmálaflokkanna næstkomandi þriðjudag 17. október í Kaldalóni í Hörpu.

Dagskrá

 • Ávarp og setning fundarins – Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
 • Samkeppnishæfni íslensks iðnaðar – Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
 • Forystufólk flokkanna í pallborði – Umræðum stýrir framkvæmdastjóri SI
 • Framsóknarflokkur Lilja Dögg Alfreðsdóttir
 • Sjálfstæðisflokkur Sigríður Á. Andersen
 • VG Katrín Jakobsdóttir
 • Miðflokkurinn Bergþór Ólason
 • Viðreisn Hanna Katrín Friðriksson
 • Björt framtíð Björt Ólafsdóttir
 • Píratar Helgi Hrafn Gunnarsson
 • Samfylking Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir
 • Flokkur fólksins Ólafur Ísleifsson

SKRÁNING