Iðnþing 2000

Iðnþing 2000

Iðnþing 2000 var haldið undir kjörorðinu "Upplýsingatækni og þekkingariðnaður á Íslandi" og var dagskráin fjölbreytt að vanda. Í ályktun Iðnþings leggja Samtök iðnaðarins áherslu á að áfram verði haldið að markaðsvæða hagkerfið og færa umhverfi fyrirtækja hér á landi í það horf sem best gerist í heiminum. Lesa meira

Fyrirlesarar Iðnþings 2000

Hreinn Jakobsson, forstjóri, Skýrr hf., Guðmundur Óskarsson, verkefnisstjóri., Hugvit hf., Friðrik Sigurðsson, forstjóri, TölvuMyndir hf., Gunnar Ingimundarson, framkvæmdastjóri, Hugur hf. / EJS hf., Ari Arnalds, forstjóri, Verk- og kerfisfræðistofan hf.,  Eysteinn Haraldsson, framkvæmdastjóri, Íslenskir aðalverktakar hf.,   Magnús Ingi Stefánsson forstöðumaður upplýsingasviðs, Mjólkursamsalan, Ásgeir Ásgeirsson, forstöðumaður upplýsingatæknideildar, Marel hf., Guðbrandur Magnússon, framleiðslustjóri, Morgunblaðið,  

Lesa meira

Ályktun Iðnþings Samtaka iðnaðarins 2000

Með almennari leikreglum er fjölbreytni íslensks efnahags- og atvinnulífs sífellt að aukast. Hagvöxtur undangenginna ára skýrist ekki af vexti þeirra frumþátta sem drifu hagkerfið hér á árum áður. Í dögun nýrrar aldar er mannauðurinn í fyrirrúmi. Lesa meira

Opinberar upplýsingar verði nothæfar

Haraldur Sumarliðason hélt að þessu sinni sína síðustu ræðu sem formaður SI og kom víða við. Efnahagsmál, þróun samtaka í atvinnulífinu, menntamál, upplýsingatækni og þekkingariðnaður voru meðal málefna. Lesa meira

Ræða Haraldar Sumarliðasonar formanns SI

Efnahagsumræðan
Það er ekki nýtt að sýn stjórnmálamanna á stöðu efnahagsmála mótast af því hvar í flokki þeir standa. Myndin er máluð ljósum eða dökkum litum eftir því hvort málarinn er í stjórn eða stjórnarandstöðu. Um þessar mundir verður stjórnarliðum tíðrætt um ríkulegan hagvöxt, góðæri og aukna velmegun. Stjórnarandstæðingar á hinn bóginn tala um vaxandi aðstöðumun ríkra og snauðra, misskiptingu auðs og græðgina á verðbréfamarkaðinum.

Lesa meira

Ræða Valgerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Við lifum nú síðasta ár 20. aldarinnar, aldar sem fært hefur okkur meiri framfarir en allar fyrri aldir Íslandssögunnar samanlagt. Breytingarnar þessi eitt hundrað ár hafa stöðugt verið með vaxandi hraða og þær hafa fært atvinnulífinu og þjóðinni allri mikil og stöðugt ný tækifæri, en um leið verið ógnun við hefðbundnar venjur og rótgróin gildi.

Lesa meira

Styrkleikinn byggist á sveigjanleika

Í ræðu sinni á Iðnþingi gerði Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðarráðherra, sterka stöðu íslensku krónunnar að umtalsefni. Raungengi krónunnar hefði hækkað á undanförnum misserum samfara aukinni verðbólgu og hærra nafngengi krónunnar. Þessi staðreynd væri lýsandi fyrir lakari samkeppnisstöðu atvinnuveganna.

Lesa meira

Idnadur.is

Á Iðnþingi í dag var kynntur nýr vefur www.idnadur.is sem Samtök iðnaðarins og iðnaðarráðuneytið hafa unnið að. Það var iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, sem opnaði vefinn formlega. Lesa meira

Niðurstaða úr stjórnarkjöri Samtaka iðnaðarins

Í samræmi við 10. kafla laga Samtaka iðnaðarins annaðist kjörstjórn undirbúning kosningar til stjórnar og ráðgjafaráðs Samtakanna.

Lesa meira

Vilmundur Jósefsson kosinn formaður Samtaka iðnaðarins

Nýr formaður Samtaka iðnaðarins, Vilmundur Jósefsson framkvæmdastjóri Gæðafæðis, var kosinn á aðalfundi Samtakanna, Iðnþingi 2000. Vilmundur tekur við af Haraldi Sumarliðasyni sem verið hefur formaður Samtakanna allt frá stofnun þeirra 1993, en Haraldur gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formannssetu.

Lesa meira