Efni tengt Iðnþingi 2015

Ríkið þrengi hlutverk sitt í flugvallarrekstri

Áhugi er á því að skoða hvort ástæða sé til að gera breytingar á fyrirkomulagi Keflavíkurflugvallar til framtíðar. Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins í síðustu viku, aðspurður um mögulega sölu flugvallarins að evrópskri fyrirmynd.

Lesa meira

Ályktun Iðnþings 2015

Ályktun Iðnþings var samþykkt á aðalfundi samtakanna í gær. Hún fjallar um íslenskan iðnað í fararbroddi drifinn áfram af stöðugri aukningu í menntun, nýsköpun og framleiðni.

Lesa meira

Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður

Á aðalfundi samtaka iðnaðarins í gær var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís endurkjörin formaður. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðþingi 2016.

Lesa meira

Frábærlega vel heppnað Iðnþing - myndbönd

Fullt var út að dyrum á árlegu Iðnþingi sem haldið var í gær á Hilton Reykjavík Nordica. Líflegar umræður fóru fram í samtölum um menntun, nýsköpun og framleiðni og ekki annað að heyra en að íslenskt atvinnulíf sé reiðubúið að takast á við næstu iðnbyltingu. 

Lesa meira

Erum við tilbúin fyrir næstu Iðnbyltingu?

Í dag, 5. mars, fer fram árlegt Iðnþing Samtaka iðnaðarins á Hilton Reykjavík Nordica. Á þinginu munu leiðtogar fyrirtækja, sérfræðingar og ráðherrar ræða saman um samkeppnishæfan iðnað á grunni menntunar, nýsköpunar og framleiðni.

Lesa meira
Borgartún 35

Kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Nú stendur yfir kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins. Félagsmenn hafa fengið sent lykilorð. Smellið á hlekkinn til að kjósa.

Lesa meira
Borgartún 35

Í kjöri til stjórnar SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 5. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fimm almenn stjórnarsæti.

Lesa meira