Áskoranir framundan - 4 sep. 15

Að mörgu leyti má segja að staðan í efnahagsmálum endurspegli batnandi hag fyrirtækja. Það hefur verið nokkuð bjart yfir undanfarin misseri og í flestum tilfellum berast jákvæðar fréttir af hinni fjölbreyttu flóru fyrirtækja í iðnaði. Ónóg fjárfesting í hagkerfinu undanfarin átta ár varpar reyndar skugga á myndina.

Menntun er forsenda bættra lífskjara - 23 des. 14

Menntakerfið okkar stendur á tímamótum. Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra kynnti Hvítbók í haust þar sem farið er yfir þá stefnu í menntamálum sem ráðherra vill framfylgja. Þetta er ögrandi verkefni og í því felast róttækar breytingar.

Samvinna og allir vinna - 12 nóv. 14

Verkefni SI, nú sem endranær, eru býsna mörg og fjölbreytt. Í öllum málaflokkum skiptir samvinnan höfuðmáli, hvort sem það er í menntamálum, nýsköpun eða almennum starfsskilyrðum iðnaðar. Á fyrstu vikunum í starfi finn ég að það býr mikill kraftur í Samtökum iðnaðarins. Það kemur mér ekki á óvart. Það er okkar verkefni að nýta þennan kraft betur og virkja hann í átt að mikilvægustu verkefnunum hverju sinni. Með aukinni samvinnu fyrirtækja innan SI og með aukinni samvinnu okkar við stjórnvöld má skila góðum árangri.

Guðrún Hafsteinsdóttir

Fjárfestum í gæðum frekar en magni - 14 ágú. 14

Orðatiltækið „vinnan göfgar manninn“ hefur lengi staðið Íslendingum nærri. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr má segja að Íslendingar meti manngildið út frá vinnu.

Krafan um samkeppnishæft fjármögnunarumhverfi - 7 júl. 14

Í byrjun árs ákváðum við hjá Samtökum iðnaðarins að efna til Nýsköpunartorgs í víðtæku samstarfi, sem frá er sagt hér í blaðinu, bæði til að fagna 20 ára afmæli SI og blása til nýrrar sóknar gegn flutningi fólks og fyrirtækja í nýsköpun frá Íslandi.

Samstaða - 22 apr. 14

Fyrir réttu ári urðu ríkisstjórnarskipti hér á landi. Ríkisstjórnin, sem kenndi sig við norræna velferð, féll á eftirminnilegan hátt og við tók ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Okkur atvinnurekendum þótti fráfarandi stjórn ekki verðskulda mikið hrós fyrir frammistöðu sína á þeim fjórum árum sem hún var við völd.
SHB2012

Drifkraftur nýrrar sóknar - 17 feb. 14

Það er sterkur samhljómur í málflutningi atvinnulífsins nú á þessu unga vori. Það er sést vel á ársfundum sem öll samtök atvinnulífsins halda nú hvert af öðru. Efst á dagskrá allra er að leysa úr læðingi vaxtarkrafta efnahagslífsins til að snúa frá kreppu til verðmætasköpuna og vaxtar.

SHB2012

Virkjum drifkraft iðnaðar - 31 jan. 14

Niðurstaða atkvæðagreiðslu félaga Alþýðusambandsins um kjarasamningana er umhugsunarverð áskorun. Einstaklega vandaður undirbúningur málsins og markmið – sem ómögulegt er að halda fram að hafi ekki verið skynsamleg – dugðu ekki til að skila samningunum alla leið.

Fyrir 20 árum og framundan eftir 20 ár - 20 des. 13

Sama dag og Samtök iðnaðarins tóku til starfa varð Ísland aðili að innri markaði Evrópu með EES samninginn sem aðgöngumiða sinn. Það skref átti eftir að breyta gjörvallri umgjörð atvinnulífs í landinu og skapa fleiri tækifæri en nokkurn óraði fyrir.

Orri Hauksson

Framleiðni er ekki allt... - 11 nóv. 13

Á austurströnd Bandaríkjanna býr úfinn og úrillur Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði að nafni Paul Krugman. Sá dælir út blaðagreinum og bloggfærslum og hefur tautað ýmislegt óvenjulegt í skegg sér í gegnum tíðina. Að mati hans eru ríkisútgjöld flestra efnahagsmeina bót.

Pattstaða á fasteignamarkaði - 25 sep. 13

Íbúðarhúsnæði er helsta uppspretta eigna og eignamyndunar í samfélag­inu, bæði hjá þeim sem eiga húsnæði en líka hjá þeim sem lána fé til kaupa á húsnæði. Ennfremur er íbúðarhúsnæði ein af grunnþörfum manna. Þróun þessa markaðar snertir því alla með einum eða öðrum hætti, bæði heimili og atvinnulíf.

Orri Hauksson

Ekki vernda störfin - 17 júl. 13

Þegar efnahagssamdrátturinn skall á Íslendingum fyrir um fimm árum sögðu margir íslenskir stjórnmálamenn að þeir hygðust vernda störfin. Fólk úr öllum stjórnmálaflokkum, hvort sem var í meirihluta eða minnihluta, í sveitarstjórnum eða á Alþingi, tók undir þessa stefnu. Hún fólst í að halda eins mörgum á launaskrá hins opinbera og framast væri unnt við erfiðar aðstæður. Yfirlýst markmið var að missa fólk ekki úr virkni í atvinnuleysi.
SHB2012

Tækifæri til að efla atvinnulífið - 10 jún. 13

Árlegt stefnumót atvinnulífsins í Evrópu (European Business Summit) fór fram í Brussel um miðjan maí. Þar komu saman helstu forystumenn atvinnulífsins og Evrópusambandsins til að ræða um framtíðina. Viðfangsefni fundarins að þessu sinni var að finna leiðir til að efla evrópskan iðnað og skapa vöxt með því að nýta þau fjölmörgu tækifæri sem eru til staðar.

Vægi atvinnulífs í kosningaumfjöllun - 29 apr. 13

Samtök iðnaðarins gerðu ítarlega könn­­un meðal félagsmanna í aðdrag­anda Iðnþings. Rýnt var í stöðu efna­hags­­lífsins, viðhorf til gjaldmiðlamála, Evrópumála o.fl. Ennfremur var lagt mat á það hversu mikla eða litla áherslu Sam­tökin ættu að leggja á margvísleg málefni. Viðhorf og hagsmunir félags­manna eru jafnan höfð að leiðarljósi í starfi SI og því eru kannanir sem þessar afar mikilvægar.

Orri Hauksson

Hvaða leið verður vörðuð? - 26 feb. 13

Það er ekki algengt að stjórnmálamenn úr ólíkum flokkum tali einni röddu um málefni atvinnulífsins. Merkilegt nokk átti það sér stað nú um miðjan febrúar. Þá héldu Samtök iðnaðarins Tækni- og hugverkaþing ársins 2013 ásamt samstarfsaðilum. Fulltrúar hvers stjórnmálaflokks á fætur öðrum færðu þar fram afmarkaðar tillögur sem þeir töldu til hagsbóta fyrir umhverfi tækni- og hugverkafyrirtækja hér á landi.
SHB2012

Íslenskur iðnaður - uppspretta hagvaxtar - 29 jan. 13

Árið 2013 er runnið upp. Ár sem margir binda miklar vonir við. Munu lífskjör fólks loksins fara batnandi? Leiða kosningar í vor til þess að takist að mynda sterka og einhuga ríkisstjórn sem er fær um að bæta skilyrði atvinnulífsins og þar með auka hagvöxt og bæta lífskjör?
Orri Hauksson

Leynivopnið er traust - 20 des. 12

Við Austurvöll og allt umhverfis Arnarhól sinna íslenskir stjórnmála- og embættis­menn nú sínum árlegu aðventuverkefnum. Þau felast í að breyta skattkerf­inu sem hér á að gilda innan nokkurra vikna. Í þetta sinn á meðal annars að hækka matarskatta, ferðamannaskatta, fjármálaskatta, orkuskatta og tryggingar­skatta á vinnu fólks.
Ferdinand-2011

Gæðastjórnun í iðnaði - 3 des. 12

Gæðastjórnun hefur verið mikið kapps­mál innan Sam­taka iðnaðarins í langan tíma. Þrátt fyrir þá einföldu staðreynd að gæðastjórnun þýðir einfaldlega „góð stjórnun“ og fjallar um „stjórnunarleg gæði“ hefur hugtakinu verið haldið á lofti sem mjög háfleygu hugtaki sem einungis sérfræðingum væri ætlað að skilja. Þetta viðhorf hefur, illu heilli, valdið því að meiri árangur hefur ekki náðst en raun ber vitni.
Bjarni-Mar-05

Krefjandi áskoranir - 1 nóv. 12

Þótt bati sé hafinn í hagkerfinu standa félagsmenn í Samtökum iðnaðarins frammi fyrir krefjandi áskorunum. Fjögur ár eru liðin frá falli bankanna og krónunnar. Tvö ár eru liðin síðan kaupleigusamningar voru dæmdir ólögleg lán og eitt ár er liðið frá því að fjármögnunarleigusamningar voru dæmdir sem ólögleg lán. Samt eru þessi mál og uppgjör félagsmanna okkar ófrágengin.
Orri Hauksson

Atvinnulífið hefur ekki kosningarétt - 25 sep. 12

Kosningavetur er runninn upp, eins og fjárlagafrumvarpið ber skýrt vitni um. Stjórnvöld hafa hvorki í hyggju að ná endum saman með því draga úr útgjöldum til stórra kjósendahópa né hækka á þá sýnilega skatta. Fyrirtækjunum í landinu eru í staðinn skammtaðar stórauknar byrðar, fjórða árið í röð.
Ingólfur2011

Verkmenntun er forsenda velferðar - 9 júl. 12

Ekki er ofmælt að miklir möguleikar eru framundan á sviði málm- og vél­tækni hér á landi. Þessi tæknigrein varð ekki illa úti í kreppunni vegna skorts á verkefnum eins og margar aðrar greinar þurftu að þola. Skýringarinnar er m.a. að leita í því að greinin hefur byggt á ára­tuga viðhaldsþjónustu við öflug fyrirtæki hér á landi eins og álver, orkuvirki, út­­gerðir og matvælavinnslu.
Katrín Dóra Þorsteinsdóttir

Skýr framtíðarsýn og samvinna - 4 jún. 12

Menntamál eru um þessar mundir í brennidepli hjá mörgum af félagsmönnum SI. Fjöldi fyrirtækja er sífellt að leita að starfsmönnum með tilskylda þekkingu. Sé þessi tilskylda þekking ekki í boði verða fyrirtæki að hætta við fyrir­huguð verkefni eða sætta sig við minni framlegð og jafnvel aukinn kostnað við verkefni sem annars ættu að skila bæði fyrirtækinu og þjóðarbúinu virðisauka. Þetta er háalvarleg staða sem dregur úr samkeppnishæfni fyrirtækja okkar.
Svanahelenbjörnsdóttir

Fagleg umræða um Evrópumál - 2 maí 12

Nýlega voru birtar niðurstöður könn­unar á fylgi félaga innan Samtaka iðnaðarins við aðild Íslands að Evrópu­sambandinu. Þær sýna að viðhorf félags­manna hefur breyst nokkuð frá síðustu könnun sem gerð var árið 2007. Þá voru heldur fleiri félagsmenn jákvæðir en neikvæðir í garð ESB.
Svanahelenbjörnsdóttir

Aukum hagvöxt - 20 apr. 12

Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI skrifaði grein í Fréttablaðið miðvikudaginn 18. apríl þar sem hún fjallar um möguleika til aukins hagvaxtar. Svana Helen segir að vilji menn auka hagvöxt sé best að líta fyrst til þeirrar verðmætasköpunar sem þegar á sér stað á landinu.

Stjórn 2009 Helgi

Alltaf vantar tíma - 2 mar. 12

Hjá Samtökum iðnaðarins er höfð í heiðri sú regla að enginn getur setið lengur í senn sem stjórnarmaður eða formaður en 6 ár. Með því er tryggð nauðsynleg endurnýjun og komið er í veg fyrir að stjórnarmenn lendi í þeirri sjálfheldu að trúa því að þeir séu ómiss­andi og megi ekki hætta vegna þess að engum öðrum sé treystandi.

OrriH-2011

Þetta er vel hægt - 6 feb. 12

Við hjá Samtökum iðnaðarins höfum á undanförnum vikum haft samband við ýmsa félagsmenn okkar, stjórnendur íslenskra iðnfyrirtækja og spurt um stöðu og horfur í rekstri þeirra. Sum þessara svara eru birt hér í blaðinu og sýna fjöl­breytta mynd. Ýmsir eru hóflega bjart­sýn­­ir, ekki síst þeir sem stunda útflutning eða byggja hluta rekstrar síns á erlend­um ferðamönnum.
Stjórn 2009 Helgi

Sterk samtök í veiku umhverfi - 20 des. 11

Samtök iðnaðarins hafa aldrei verið sterkari en nú. Samtökin eru að stækka umtalsvert og fjölgun félaga gefur okkur aukinn slagkraft í þeirri baráttu sem framundan er. Ekki veitir af því efnahagsumhverfið er áfram veikt, það vantar aukinn kraft í margar greinar atvinnulífsins ekki síst vegna þess að áfram hefur verið fylgt rangri efnahags­stefnu.

OrriH-2011

Hollywood endir? - 30 nóv. 11

Áform stjórnvalda um svokallaðan kol­efnisskatt á eldsneyti í föstu formi ollu talsverðu uppnámi í síðasta mánuði. Þarna var um að ræða stórfellda tvöfalda gjaldtöku af stórum iðnfyrirtækjum hér á landi. Sú gjaldtaka braut í bága við sér­stakt samkomulag sem ríkisstjórnin gerði við þau fyrirtæki fyrir tveimur árum.

Ragnheidur-2011

Skattar draga ekki úr offitu - 2 nóv. 11

Fregnir af að Íslendingar séu orðin næst feitasta þjóðin á Vesturlöndum hafa enn á ný vakið upp hugmyndir um sértæka skattlagningu á „óhollar“ mat­vörur. Slík skattlagning er margreynd og virðist ekki skila tilætluðum árangri í baráttunni við aukakíló landsmanna. Hins vegar hefur sértæk skattlagning alvarleg, neikvæð áhrif á samkeppnishæfni ís­­lensks matvælaiðnaðar og atvinnu mörg hundruð manna.
OrriH-2011

Á forsendum félagsmanna - 30 sep. 11

Samtök iðnaðarins eru stærstu sam­tök á Íslandi sem fyrirtæki eiga beina aðild að. Innan okkar raða eru fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Sum eru með 10 starfsmenn en önnur hafa þúsundir fólks á launaskrá. Sum hafa tekjur í tugum gjaldmiðla en önnur í einum. Í sumum þeirra er fólk að störf­um allan sólarhringinn einhvers staðar í heiminum en önnur starfa á 50 fermetr­um hérlendis.
Bjarni-Mar-05

Íslensk peningahagfræði í algerum sérflokki - 25 ágú. 11

Krónan var sett á flot í mars 2001 og verðbólgumarkmið tekið upp undir faglegri forystu núverandi stjórnenda Seðlabankans. Á þeim tíma þótti verðbólgumarkmið skynsamleg stefna og  í takt við nýjustu stefnu og strauma í peningahagfræði. Krónan var á floti í 92 mánuði en hrundi endanlega með bankakerfinu í október 2008. Af þessum 92 mánuðum var verðbólgan aðeins á eða undir verðbólgumarkmiði í 17 mánuði eða 18% tímans.
orri_hauksson

Eigin gæfu smiðir - 18 júl. 11

Fjárlagagerð fyrir árið 2012 stendur nú yfir. Sú smíði mun miklu skipta fyrir efnahagslega framvindu Íslands, en verður örugglega ekki neinn hægðarleik­ur að koma saman. Fyrir því eru tvær meginástæður. Önnur er hnattræn. Heimshagkerfið er fremur brotakennt og verður vísast um hríð.

Bjarni-Mar-05

Skynsemin látin lönd og leið - 1 júl. 11

Sterk öfl í samfélagi okkar hafa litla trú hagrænum lögmálum. Einstaka stjórnmálamenn og hreyfingar virðast trúa því að með pólitíska hugsjón að leiðarljósi megi búa til betra og sterkara samfélag jafnvel þótt það þýði að horfa þurfi framhjá augljósum hagrænum sjónarmiðum.

orri_hauksson

Déjà vu 2012? - 3 jún. 11

Í maí 2009 var vor í lofti. Eftir efna­hagshrun vetrarins gekk hún víst býsna vel rústabjörgunin, sem svo var nefnd. Endurreisnin var hafin og leiðin upp fremur greið. Svo leið ár. Aftur var vor í lofti. Rústabjörgunin hafði haldið áfram en reynst heldur tafsamari en ráð hafði verið fyrir gert. En nú var botninum náð og fátt gat hamlað endurreisn. Síðan hefur liðið enn eitt ár. Það er vorið 2011 og aska úr gosinu í Grímsvötnum er að hverfa úr lofti. Trú árstíðinni segja stjórn­völd okkur nú að senn ljúki rústa­björguninni og batinn muni þá blasa við.

Stjórn 2009 Helgi

Óásættanlega skilyrðið - 9 maí 11

Kjaraviðræður hafa staðið yfir undan­farna mánuði þar sem stefnan var tekin á þriggja ára samning á vinnumarkaði. Brýnt er að bæta kaup­mátt fólks. Atvinnulífið hefur hins vegar ekki möguleika á að bæta kjör nema til komi umtalsverður hagvöxtur næstu árin. Talað er um að 5% hagvöxtur næstu árin þurfi að verða til að unnt sé að bæta kjör að raungildi og taka mark­verð skref til minnkunar atvinnuleysis.

BMG

Aðgerðir þurfa að fylgja fögrum fyrirheitum - 5 apr. 11

 

Hinar ýmsu hagtölur og hagspár gefa til kynna að botni kreppunnar hafi verið náð. Íslenska hagkerfið sökkvi ekki dýpra. Stjórnvöld keppast við að sann­færa okkur um að bjartari tíð sé handan við hornið og sú söguskýring fær gjarnan að fljóta með að íslenska krónan sé helsti bjargvættur íslensks atvinnulífs.

orri_hauksson

Stoppum í menntagatið - 21 feb. 11

Einstakt er hve margir eru nú án vinnu hér á landi. Viðvarandi fjöldi á atvinnuleysisskrá sveiflast kringum 14 þúsund manns.  Margir eiga tímabundna vist á þeirri skrá en sumir eru þar um langa hríð. Hlutfall atvinnulausra undir 26 ára aldri er sláandi hátt á þeim lista.

DAVLVKS1

Sókn með klasasamstarfi - 25 jan. 11

Samtök iðnaðarins efndu í nóvember til fundar þar sem fjár­lögin voru rýnd með augum nýsköpunar. Tilgangurinn var að skoða hvort hægt væri að sjá tækifæri í fjárlagafrumvarpinu þrátt fyrir niðurskurð.

Stjórn 2009 Helgi

Er bjart yfir? - 21 des. 10

Þótt raknað hafi úr ýmsum hnútum í efnahagslífi Íslendinga á árinu 2010 eigum við ennþá sorglega langt í land. Kreppan hefur staðið í 2 ár og fyrst um sinn verður hún ekki blásin formlega af. Ástæðan er sú að tíminn hefur verið notaður illa og í meginatriðum hefur verið fylgt rangri efnahagsstefnu.

Ragnheidur-Hedinsdottir

Nýsköpun í matvælaiðnaði byggð á hefðum - 23 nóv. 10

 

Matvælaframleiðendur gegna mikil­vægu hlutverki í íslensku samfélagi. Lykillinn að sveigjan­leika og aðlögun að sveiflukenndum aðstæðum er nýsköpun. Endurbætur á vörum, umbúðum, verkferlum og þjón­ustu er fyrirtækjum lífsnauðsynlegt til að halda samkeppnisstöðu á síbreytilegum markaði.

orri_hauksson

Leysum sköpunarkraftinn úr læðingi - 25 okt. 10

Sérhvern dag í meira en tvö ár hafa neikvæðar fréttir glumið í eyrum okkar. Ekkert lát virðist á frásögnum af skuld­um, skatta­hækkunum, gjaldþrotum, atvinnuleysi og nauðungarsölum. Sem betur fer er veruleikinn þó ekki svo einhliða.

orri_hauksson

Þjónusta fyrir iðnaðinn í landinu - 1 okt. 10

Það er margt sem brennur á iðnaði á Íslandi, núna þegar tvö ár eru liðin frá upphafi óvenjulega djúprar efnahagslægðar. Um 13 þúsund manns eru á atvinnuleysisskrá í landinu. Verklegar framkvæmdir hafa skroppið saman, raunar langt umfram það sem eðlileg aðlögun að snöggkældum efnahag landsins hefði átt að kalla á.

Stjórn 2009 Helgi

NÁUM HAGSTÆÐUM SAMNINGI - 27 ágú. 10

Full ástæða er til að fagna samþykkt ráðherraráðs Evrópusambandsins frá í júlí um að hefja viðræður við Ísland um aðild okkar að ESB. Aðild Íslands að ESB og upptaka evru sem gjaldmiðils í stað krónu hafa verið á stefnuskrá Samtaka iðnaðarins um árabil.

Stjórn 2009 Helgi

Skattastefna dauðans - 11 ágú. 10

Það er skylda atvinnurekendasamtaka eins og Samtaka iðnaðarins að vara við og benda á þær hættur sem felast í skattpíningu sem leiðir til minnkandi hagvaxtar, landflótta fólks, minnkandi áhuga á vinnu, aukningu skattsvika og tilburða fyrirtækja til að flytja starfsemi sína úr landi.

Jón Steindór Valdimarsson

Krossgötur og tímamót - 23 jún. 10

Þann 17. júní gleðjumst við yfir því að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð. Vissulega er þakkarvert að geta með sanni sagt að smáríki á borð við Ísland hafi burði til þess að standa á eigin fótum og hafi að mörgu leyti staðið sig vel og búið vel að þegnum sínum.

Jón Steindór Valdimarsson

Afl til framfara - 26 maí 10

Endurreisn efnahagslífsins og endur­heimt lífskjara almennings hvílir á því að atvinnulífið vaxi og dafni í sinni fjöl­breyttustu mynd. Höfuðáherslu þarf að leggja á að efla og styrkja þær greinar og fyrirtæki sem eru best í stakk búin til þess að afla þjóðarbúinu tekna með sem minnstum tilkostnaði. Á næstu tíu árum blasir við að um 35.000 manns þurfa störf. Kappkosta þarf að sem flestir fái störf við útflutn­ingsgreinar. Störf hjá fyrirtækjum sem framleiða og selja vörur og þjónustu með miklum virðisauka og geta greitt góð laun.

Bjarni Már Gylfason

Hrollvekjandi sýn - 26 apr. 10

Í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans sagði seðlabankastjóri að það væri „tál­sýn að halda að umtalsverður við­snún­ingur yrði í fjárfestingum væru vext­ir lækkaðir verulega“.
Jón Steindór Valdimarsson

Mennt verður að mætti - 26 mar. 10

Umrót liðinna missera hefur sett margt úr skorðum. Á mörgum sviðum er ekki hægt að halda áfram með gamla laginu. Menntakerfið verður ekki rekið með sama hætti og áður. Það verður að horfast í augu við það. Það blasir við að iðn-, verk- og tækninám á undir högg að sækja á framhaldsskólastigi. Það er sett skör lægra en bóknámið þrátt fyrir áratuga tal um annað. Þetta viðhorf fer gegn staðreyndum um þörf samfélagsins fyrir menntun af þessu tagi á næstu árum og áratugum.
Jón Steindór Valdimarsson

Menntun til vaxtar - 17 feb. 10

Á menntadegi iðnaðarins var kastljósinu beint að samhengi menntunar og vaxtar. Tengslin þarna er brýnt að ræða og setja í samhengi við verkefnin sem blasa við og ekki verður með neinu móti vikist undan. Athyglinni hefur verið beint að því að á næstu tíu árum þurfi að skapa um 35.000 manns atvinnu og bent á að stærsti hlutinn verður að hasla sér völl í þeim greinum sem líklegastar eru til þess að vaxa á næstu árum og geta tekið við öllum þessum fjölda. Það blasir við að gjaldeyrisskapandi iðnaður og þjónusta í víðum skilningi orðanna eru þær greinar sem verða að bera hitann og þungan af vextinum.

Jón Steindór Valdimarsson

Vöxtur fyrir framtíðina - 22 jan. 10

Atvinnuleysi er í sögulegum hæðum og fer vaxandi. Atvinnuleysi meðal ungs fólks eykst, einkum meðal lítið menntaðra karla. Sýnu verst er þó að langtímaatvinnuleysi vex hröðum skrefum. Takist ekki að stemma stigu við því er hætt við að félagsleg vandamál af margvíslegu tagi aukist og að með hverjum degi sem líður muni þeim fjölga sem ekki eiga afturkvæmt á vinnumarkaðinn.
Síða 1 af 4