Leit í félagatali

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf.

Ölgerðin Egill Skallagrímsson ehf. er rótgróið íslenskt fjölskyldufyrirtæki, stofnað árið 1913 af Tómasi Tómassyni. Ölgerðin varð 85 ára á síðasta ári og er því meðal elstu fyrirtækja á Íslandi. Fyrirtækið er eitt af allra stærstu iðnfyrirtækjum landsins með rúmlega tveggja milljarða króna ársveltu. Fastir starfmenn eru um 120 en ársverkin eru um 130. Höfuðstöðvar og aðalstarfsemi Ölgerðarinnar er í Reykjavík. Þrjár svæðisstöðvar eru reknar á landsbyggðinni, á Ísafirði, Akureyri og Reyðarfirði. Þær sjá um sölu, dreifingu og þjónustu, hver á sínu svæði. Rekstur Ölgerðarinnar hefur frá upphafi falist í framleiðslu, dreifingu og sölu á öli og gosdrykkjum, auk þjónustu við viðskiptavini. Þrátt fyrir mikla þróun í framleiðslutækni og vörum Ölgerðarinnar frá stofnun hennar, er meginhlutverk fyrirtækisins lítið breytt, þ.e. framleiðsla íslenskrar drykkjarvöru.
  • Heimilisfang: Grjóthálsi 7-11
  • Símanúmer: 412 8000
  • Faxnúmer: 412 8001
  • Vefsíða: www.olgerdin.is

Aðrar upplýsingar

Fyrirtæki í sama iðnaði