Leit í félagatali

Snyrtistofan Ársól - Grímsbæ

Ársól var stofnuð árið 1980 og þar vinna að jafnaði þrír til fjórir snyrtifræðingar og einn nuddari. Það helsta sem er í boði fyrir viðskiptavini er: Cathiodermie húðmeðferð fyrir andlit, háls, brjóst og augu. Þessi meðferð er viðurkennd sem ein sú besta fyrir fyrir allar húðtegundir. Varanleg háreyðing með rafmagni, með og án nálar, og er meðferðin sársaukalaus. Andlitsböð þar sem við notum einungis viðurkennd efni sem eru sérstaklega framleidd fyrir snyrtistofur. Auk þess sem fyrir er greint bjóðum við: húðhreinsun, litun og plokkun, handmaska, handsnyrtingu - lökkun, andlitsvax, fótavax, naglastyrkingu, förðun, hitamaska, fótsnyrtingu og líkamsnudd. Hjá Ársól eru til sölu snyrti- og gjafavörur í miklu úrvali og mikil áhersla er lögð á persónulega þjónustu. Snyrtistofan Ársól er meðlimur í Félagi íslenskra snyrtifræðinga, CIDESCO International og Samtökum iðnaðarins.
  • Heimilisfang: Efstalandi 26
  • Símanúmer: 553 1262

Aðrar upplýsingar

Fyrirtæki í sama iðnaði