Leit í félagatali

Þörungaverksmiðjan hf.

Þörungaverksmiðjan hf. var stofnuð á Reykhólum árið 1986. Fyrirtækið framleiðir lífrænt mjöl úr klóþangi og hrossaþara sem sótt er til vinnslu víðs vegar úr Breiðafirði. Framleiðsla verksmiðjunnar er vottuð lífræn. Vottunin er staðfesting þess að fyrirtækið uppfylli ströngustu alþjóðlegar kröfur um sjálfbæra nýtingu auðlinda, aðgreiningu hráefna, rekjanleika afurða og varnir gegn mengun á öllum stigum framleiðslunnar. Meira en 95% af framleiðslunni er til útflutnings. Markaðir fyrir þörungamjöl eru alginatframleiðsla, landbúnaður (áburður og fóður), lyfja- og snyrtivöruiðnaður. Garðamjöl er lífrænn áburður sem framleiddur er fyrir innanlandsmarkað. Unnið er á þrískiptum vöktum allan sólarhringin við framleiðslunna og auk starfa við löndun og pokun er rekið viðgerðarverkstæði, netaverkstæði, skip og skrifstofa. Verktakar starfa við þangslátt á sumrin.
  • Heimilisfang: Reykhólum
  • Símanúmer: 434 7740
  • Faxnúmer: 434 7840
  • Vefsíða: www.thorverk.is

Aðrar upplýsingar