Leit í félagatali

Snyrtimiðstöðin - Lancome

Snyrtimiðstöðin sf. varð til árið 1998 við sameiningu fyrirtækjanna, Fegrunar - fótaaðgerða- og snyrtistofu sem var stofnuð árið 1979 og Snyrtistofu Halldóru sem var stofnuð árið 1994. Snyrtimiðstöðin sf. vinnur samkvæmt alþjóðlegum staðli sem Lancôme snyrtistofa og vinnur aðeins með og selur vörur frá Lancôme. Hjá Snyrtimiðstöðinni sf. er hægt að fá margar tegundir andlitsbaða, húðhreinsun, litun, vaxmeðferð, háreyðingu, handsnyrtingu, förðun, nudd, gelneglur, aughárapermanent, tatto, fótsnyrtingu og fótaaðgerðir og ráðgjöf. Hjá Snyrtimiðstöðinni sf. starfa auk snyrtifræðinga, fótaaðgerðafræðingur og förðunarfræðingur. Snyrtimiðstöðin sf. á aðild að Félagi ísl. snyrtifræðinga og Samtökum iðnaðarins.
  • Heimilisfang: Kringlunni 7
  • Símanúmer: 588 1990

Aðrar upplýsingar

Fyrirtæki í sama iðnaði