Leit í félagatali

Tannsmiðafélag Íslands

Tannsmiðafélag Íslands var stofnað 15. maí 2003 með sameiningu tveggja eldri félaga tannsmiða. Tannsmiðum þótti hag sínum betur borgið í einu félagi og vildu vinna saman að hagsmuna- og framfaramálum. Þennan dag voru aðalfundir félaganna haldnir samtímis að Hallveigarstíg 1. Gengið var til stofnfundar nýs félags í framhaldi af samþykki hvors félags um sameiningu.

Umræður um heiti hins nýja félags voru fyrirferðarmestar á fundinum. Að lokum reyndist nauðsynlegt að knýja fram úrslit með atkvæðagreiðslu. Nafnið Tannsmiðafélag Íslands varð fyrir valinu, en það var nafn annars eldri félaganna. Á aðalfundi 2005 var kosið um nýtt merki félagsins að undangenginni hugmyndasamkeppni meðal félagsmanna.

 

Félagar í hinu nýja félagi eru um 80, flestir sjálfstæðir atvinnurekendur eða einyrkjar.

 

Meginmarkmið félagsins eru að:

  • stuðla að kynnum og samvinnu meðal tannsmiða í landinu

  • efla og vernda hagsmuni og réttindi tannsmiða

  • gæta faglegra og félagslegra hagsmuna iðngreinarinnar

  • stuðla að menntun og endurmenntun tannsmiða

Hér má sjá heimasíðu Tannsmíðafélags Íslands.  • Heimilisfang: Borgartúni 35
  • Símanúmer: 591 0100
  • Faxnúmer: 591 0101

Aðrar upplýsingar

Fyrirtæki í sama iðnaði