Framleiðslusvið SI

Á framleiðslusviði Samtaka iðnaðarins starfa sérfræðingar sem þekkja vel til framleiðsluiðnaðarins og starfsumhverfis fyrirtækja. Undir sviðið heyra fyrirtæki af fjölbreyttum toga sem eiga það sameiginlegt að fást við framleiðslu eða þjónustu. Fyrirtækin starfa saman ýmist í starfsgreinahópum eða að einstökum málefnum sem snerta rekstur þeirra. Þótt fyrirtækin séu ólík eru mörg mál sem sameina þau, til dæmis áhersla á aukna framleiðni, framfarir í umhverfismálum og bætt rektrarskilyrði.

Íslenskt samfélag nýtur góðs af verðmætasköpun í framleiðsluiðnaði. Verðmæti seldra framleiðsluvara hefur aukist umtalsvert síðasta áratuginn og er nú á bilinu 700-800 milljarðar króna á ári. Framleiðsla á matvælum og drykkjarvörum vegur þar þyngst.

Framleiðsluþing SI var haldið í Silfurbergi í Hörpu 12. febrúar 2020. Hér er hægt að nálgast efni þingsins og efni þings sem haldið var árið 2017.

Fundaröð um framleiðni 2015 og 2016

Framleiðslustjórnun og mæling á framleiðni

Gæðastjórnun í framleiðslu

Mannauður fyrirtækja

Áskoranir í aðfangastjórnun

Umbúðalausnir

Greining framleiðslukostnaðar


Prýði

Prýði – verk í höndum meistara er samstarfsvettvangur sex fagfélaga innan SI. Starfsgreinahópurinn fundar reglulega, með það að leiðarljósi að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum hópsins. 

Tengiliður hjá SI er:
Jóhanna Vigdís Arnardóttir, hansa@si.is  


Tengdar fréttir

Félag snyrtifræðinga berst gegn svartri atvinnustarfsemi - Almennar fréttir Framleiðsla

Formaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir á mbl.is að mikið eftirlit sé með því hvort starfsfólk hafi tilskilda menntun.

Framtíðarsýn LABAK breytt til að taka af öll tvímæli - Almennar fréttir Framleiðsla

Í svarbréfi Landssambands bakarameistara, LABAK, til Samkeppniseftirlitsins kemur fram að framtíðarsýn félagsins hafi nú þegar verið breytt.

Grænir skátar taka líka við álinu í sprittkertunum - Almennar fréttir Framleiðsla

Grænir skátar hafa slegist í hóp þeirra sem standa fyrir endurvinnsluátaki á áli í sprittkertum. 

Koma ætti Íslandi hærra á lista vörumerkja landa - Almennar fréttir Framleiðsla

Í Viðskiptablaðinu í dag er umfjöllun um niðurstöður úttektar þar sem lagt er mat á vörumerki landa þar sem Ísland er í 15. sæti.