Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 233)

Fyrirsagnalisti

7. maí 2015 Nýsköpun : Kvikna hlýtur Vaxtarsprotann 2015

Fyrirtækið Kvikna ehf. hlaut í dag Vaxtarsprotann 2015 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Sölutekjur fyrirtækisins jukust úr tæplega 124 m.kr í rúmlega 209 m.kr. eða um 69%. Á sama tíma hefur starfsmannafjöldinn vaxið úr 12 í 15 og útflutningur nemur yfir 90% af veltu. 

6. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 8.-10. maí. Bollusalan er til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman semstyrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og úthlutar styrkjum í október ár hvert.

5. maí 2015 Starfsumhverfi : Að fletja út launakökuna

Það er því sem næst efnahagslegt náttúrulögmál að summa allra greiddra launa í landinu getur bara vaxið með takmörkuðum hætti. Verðmætasköpun hagkerfisins er það sem setur okkur náttúrulegar skorður. Yfir lengri tímabil er það aðeins aukin verðmætasköpun og framleiðniaukning sem getur staðið undin hækkun launa og kaupmáttar.

4. maí 2015 Nýsköpun : Vaxtarsprotinn 2015 afhentur á fimmtudag

Viðurkenningarathöfn Vaxtarsprotans fer fram fimmtudaginn 7. maí á Kaffi Flóru í Grasagarðinum Laugardal kl. 8:30.  Léttur morgunverður og ljúfir tónar í byrjun fundar.    

4. maí 2015 Iðnaður og hugverk : Ársfundur Samáls – Stoð í áli

Á ársfundi Samáls var fjallað var um stöðu og framtíð áliðnaðarins með áherslu á hringrásina frá framleiðslu til fjölbreyttrar notkunar og endurvinnslu. Samhliða var sýning á stoðtækjum Össurar þar sem ál gegnir mikilvægu hlutverki.

4. maí 2015 Nýsköpun : Una skincare hlýtur viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun

Á ársfundi Íslandsstofu í síðustu viku hlaut fyrirtækið UNA skincare viðurkenningu fyrir bestu markaðs- og aðgerðaáætlun í útflutningsverkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH).

28. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Mikil tækifæri í leikjaiðnaði

Kauphöllin í samvinnu við IGI – Samtök leikjaframleiðenda, stóð fyrir  frumsýningu heimildarmyndarinnar Gameloading – Rise of the Indies í Bíó Paradís í gærkvöldi. Sýningin var í tengslum við Slush PLAY Reykjavík. Heimildarmyndin fjallar um heim óháðra leikjaframleiðanda og fylgst með nokkrum framleiðendum.

28. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Alþjóðlegt átak - Stelpur og tækni

Girls in ICT Day er í dag. Um er að ræða hluta af alþjóðlegu átaki og haldið undir nafninu Stelpur og tækni hérlendis. Þetta er í annað sinn sem við hér á Íslandi tökum þátt með því að bjóða 100 stelpum í 9. bekk á vinnustofur í Háskólanum í Reykjavík og í fyrirtækjaheimsóknir.

21. apr. 2015 Gæðastjórnun : Trefjar hljóta D-vottun

Trefjar ehf. hafa hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

14. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Slush Play í Reykjavík

Slush Play, ráðstefna í leikjaiðnaði og sýndarveruleika, verður haldin í fyrsta sinn helgina 28.-29. apríl í Gamla Bíó. Ráðstefnan er haldin undir merkjum og í samstarfi við Slush ráðstefnuna í Finnlandi sem er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu.

14. apr. 2015 Menntun : Team Spark afhjúpar TS15

Rafknúni kappakstursbíllinn TS15, sem verkfræðinemar í liðinu Team Spark við Háskóla Íslands hafa hannað, var frumsýndur að viðstöddu fjölmenni á Háskólatorgi fyrir helgi. Team Spark fer með bílinn á alþjóðlegu kappaksturs- og hönnunarkeppnina Formula Student sem haldin verður á Silverstone-kappakstursbrautinni í Englandi í júlí.

9. apr. 2015 Nýsköpun : Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands

Fyrirtækið Zymetech hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í morgun, en Zymetech er leiðandi íslenskt líftæknifyrirtæki á sviði rannsókna, þróunar, framleiðslu og sölu náttúrulegra sjávarensíma til hagnýtingar í húðvörur, lækningatæki og lyf.

8. apr. 2015 Almennar fréttir : Ársfundur atvinnulífsins 16. apríl í Hörpu

Ársfundur atvinnulífsins 2015 fer fram í Hörpu fimmtudaginn 16. apríl í Silfurbergi kl. 14-16.  Gerum betur er yfirskrift fundarins en þar verður bent á leiðir til að gera Ísland að betri stað til að búa á, starfa og reka fyrirtæki.

7. apr. 2015 Mannvirki : Hægt að lækka íbúðarverð um 4-6 milljónir

Hægt er að lækka byggingarkostnað minni íbúða um fjórar til sex milljónir króna með einföldum hætti. SI hafa metið gögn um byggingarkostnað í þeim tilgangi að lækka kostnaðinn og auka framboð á smærri íbúðum, sem vöntun er á.

7. apr. 2015 Iðnaður og hugverk : Samningur um samstarf Sólheima og Matís

Samningur felur í sér vilja til að vinna að sameiginlegri stefnumótun um eflingu sjálfbærra samfélaga á Íslandi, auka starfshæfni og nýsköpun við vinnslu og sölu matvæla, efla matarhandverk á Íslandi, bjóða innlendum og erlendum samstarfsaðilum upp á að nýta aðstöðuna á Sólheimum í sínum verkefnum og að leita leiða til að fjármagna samstarfið.

31. mar. 2015 Menntun : Öflugur liðsauki til Samtaka iðnaðarins

Þrjár öflugar konur hafa ráðist til starfa hjá Samtökum iðnaðarins. Elínrós Líndal Ragnarsdóttir, Björg Ásta Þórðardóttir og Jóhanna Klara Stefánsdóttir.

27. mar. 2015 Menntun : Metfjöldi stúlkna í rennismíði

Fimm ungar konur stunda í vetur nám í rennismíði í Borgarholtsskóla og ein nám í stál- og blikksmíði. Að sögn Aðalsteins Ómarssonar kennslustjóra í málm- og véltæknideild hafa aldrei fleiri stúlkur stundað þetta nám í einu.

25. mar. 2015 Orka og umhverfi : Clean Tech Iceland á Grænum dögum í HÍ

CleanTech Icleand tekur þátt í Grænum dögum í Háskóla Íslands og kynnir starfsemi félagsins og fyrirtækjanna í hópnum. GAIA, fé­lag meist­ara­nema í um­hverf­is- og auðlinda­fræðum við Há­skóla Íslands, stend­ur fyr­ir Græn­um dög­um í skól­an­um dag­ana 25. til 27. mars.

24. mar. 2015 Menntun : Sjónvarpsþáttur um BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Sjónvarpsþáttur um Boxið - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna verður sýndur á RÚV á morgun kl. 20.30. Keppnin var haldin í nóvember og kepptu 8 framhaldsskólar til úrslita.

24. mar. 2015 Gæðastjórnun : Hagmálun hlýtur D-vottun

Hagmálun slf. Hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

Síða 233 af 287