Fréttasafn



Fréttasafn (Síða 253)

Fyrirsagnalisti

9. nóv. 2012 : Gestur G. Gestsson kjörinn formaður SUT

Ný stjórn var kosinn á aðalfundi SUT – samtaka upplýsingatæknifyrirtækja sem haldinn var í dag. Hilmar Veigar Pétursson, CCP, formaður samtakanna gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Gestur G. Gestsson Advania kjörinn formaður í hans stað.

9. nóv. 2012 : Skapandi auðlindasýn - aldarminning Kristjáns Friðrikssonar

Haldið verður málþing um Kristján Friðriksson iðnrekanda í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins í dag kl. 14.00. Haraldur Ólafsson mannfræðingur rifjar upp hugmyndir Kristjáns um farsældarríki og manngildisstefnu. Daði Már Kristófersson auðlindahagfræðingur fjallar um hugmyndir Kristjáns um fiskveiðistjórnun, auðlindaskatt, líf- og hagkeðju sem kallast á við sjálfbærnihugsjón samtímans.

9. nóv. 2012 : BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna á morgun

Á morgun, 3. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Fyrir keppninni standa Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema.

9. nóv. 2012 : Fjöldi manns sótti ráðstefnu um Matvælalandið Ísland

Samtök iðnaðarins, ásamt fleiri samtökum, fyrirtækjum og stofnunum, stóðu fyrir ráðstefnu um Matvælalandið Ísland í vikunni. Þar var fjallað um þau fjölmörgu tækifæri sem liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu og hvernig má auka verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir.

9. nóv. 2012 : Kynningarfundir um mannaskiptaverkefni

Vinnumálastofnun er þátttakandi í Evrópuverkefninu GET mobile en markmið þess er m.a. að hvetja fyrirtæki til að taka þátt í mannaskiptaverkefnum á vegum Evrópusambandsins. Verkefnin gera fyrirtækjum kleift að fá lærlinga/starfsnema inn í fyrirtæki til lengri eða skemri tíma (1-12 mánuðir) en neminn fær styrk vegna ferðakostnaðar og uppihalds. Það er því ekki um útlagðan kostnað fyrir fyrirtækin að ræða.

8. nóv. 2012 : Marel valið Markaðsfyrirtæki ársins 2012

Íslensku Markaðsverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Auk Marel voru Mjólkursamsalan og Ölgerðin tilnefnd til Íslensku Markaðsverðlaunanna. Þessi fyrirtæki hafa sýnt frábæran árangur hvert á sínu sviði og mjög faglegt markaðsstarf.

7. nóv. 2012 : Skattamál atvinnulífsins í brennidepli 9. nóvember í Hörpu

Föstudaginn 9. nóvember efna Samtök atvinnulífsins til opins fundar um skattamál atvinnulífsins í Hörpu. Skattstofnar atvinnulífsins. Ræktun eða rányrkja? er yfirskrift fundarins þar sem fjölbreyttur hópur stjórnenda mun stíga á stokk og fjalla um þau tækifæri sem hægt er að nýta með því að bæta skattkerfið.

5. nóv. 2012 : Actavis sameinast Watson undir merkjum Actavis

Þann 1. nóvember 2012 tilkynnti Watson Pharmaceuticals, Inc. að það hefði lokið við kaup á Actavis Group. Með kaupunum verður til þriðja stærsta samheitalyfjafyrirtæki í heimi með um 6 milljarða evra tekjur á ári. Fyrirtækið mun starfa undir heitinu Actavis.

2. nóv. 2012 : María Manda hlaut Skúlaverðlaunin 2012

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur 2012 opnaði í gær að viðstöddu fjölmenni. Eins og undanfarin ár var efnt til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni. Skúlaverðlaunin 2012 hlaut María Manda fyrir standandi pakkakort.

2. nóv. 2012 : BOXINU frestað um viku vegna veðurs 

BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna sem fara átti fram á morgun hefur verið frestað um eina viku en tvö liðanna komast ekki Reykjavíkur vegna veðurs.  

2. nóv. 2012 : Ráðstefna um matvælaframleiðslu 6. nóvember

Hagmunaaðilar og fyrirtæki í matvælaframleiðslu hafa tekið höndum saman og boðað til ráðstefnu um Matvælalandið Ísland á Hótel Sögu þriðjudaginn 6. nóvember næstkomandi. Spurt verður hvernig auka eigi verðmætasköpun og nýta þær matarauðlindir sem landið býr yfir. Að mati ráðstefnuhaldara eru fjölmörg tækifæri sem liggja í aukinni framleiðslu og sölu á íslenskum mat og tengdri þjónustu.

1. nóv. 2012 : Samstarf er lykill að árangri - fundi í Stykkishólmi aflýst

Opnum fundi fyrir hönnuði, tæknimenn, iðnaðarmenn og eftirlitsaðila um nýja byggingareglugerð sem halda átti í Stykkishólmi á morgun hefur verið aflýst.

31. okt. 2012 : Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf er lykillinn að stöðugum hagvexti

Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014.

30. okt. 2012 : BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin í annað sinn

Næstkomandi laugardag, 3. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

26. okt. 2012 : Ágústa Guðmundsdóttir, Ensímtækni nýr formaður SÍL

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja hélt aðalfund félagsins og þá tók við formennsku félagsins Ágústa Guðmundsdóttir, Ensímtækni. Fundurinn var haldinn hjá fyrirtækinu ArcticLas sem bíður þjónustu við lyfja, matvæla og líftækniiðnað. Fyrirtækið hefur fyrsta flokks aðstöðu til dýratilrauna og úrvinnslu þeirra.

26. okt. 2012 : Mikil tækifæri í grænni tækni

CleanTech Iceland, Samtök fyrirtækja í grænni tækni, kaus nýja stjórn á aðalfundi félagsins. Formaður var kosinn KC Tran, Carbon Recycling International og situr hann áfram frá fyrra ári. Á síðasta starfsári CTI var lögð áhersla á nokkur verkefni, þ.e. fjármögnun fyrirtækja, markaðssetningu og erlent samstarf ásamt innri uppbyggingu félagsins.

26. okt. 2012 : Gullsmiðir bjóða heim

Laugardaginn 27. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Þetta er í annað sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn en markmiðið með honum er að vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða.

24. okt. 2012 : Félagsmenn SI geta krafið fjármálafyrirtæki um endurgreiðslu

Með dómi Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka sl. fimmtudag hafnaði rétturinn þeirri málsástæðu bankans að dómafordæmi Hæstaréttar í svokölluðu Mendez-máli ætti eingöngu við um lánasamninga einstaklinga við fjármálafyrirtæki. Var það mat réttarins að augljós aðstöðumunur væri á bankanum og sveitarfélaginu í viðskiptum þeirra.

23. okt. 2012 : Lambhagi hlýtur Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ 2012

Fjölmenni var á Matvæladegi MNÍ sem haldinn var 16. október sl. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var matvælaöryggi og neytendavernd. Í upphafi ráðstefnunnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og formaður dómnefndar, Hafberg Þórissyni, stofnanda og eiganda Lambhaga, Fjöregg MNÍ.

23. okt. 2012 : Vestfirskir verktakar hljóta D – vottun

Vestfirskir verktakar ehf. hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.Fyrirtækið er það fyrsta á Vestfjörðum sem sem fær vottun SI. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.
Síða 253 af 287