Samtök heilbrigðis­iðnaðarins, SHI

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur SHI er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum fyrirtækja á heilbrigðissviði og taka virkan þátt í að móta stefnu markvissrar þróunar heilbrigðisiðnaðar á Íslandi.

Samtök heilbrigðisiðnaðarins, SHI voru stofnuð 19. janúar 2011 sem starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins. Félagar í samtökunum eru fyrirtæki sem tengjast nýsköpun og þróun á heilbrigðissviði. Fyrirtæki í þessari grein hafa verið eflast á undanförnum árum og meðal stofnfélaga sem eru vel á annan tug fyrirtækja eru öflug tæknifyrirtæki á borð við Össur og Actavis auk hraðvaxandi lítilla og meðalstórra fyrirtækja á borð við EMR, Nox Medical, Oxymap, Medical Algoriths, MentisCura, ValaMed, ARCTIC Sequentia, Kine, Stiki og SagaMedica.

Eitt af þeim verkefnum sem þessi nýju samtök standa frammi fyrir er að efla samstarfið innan heilbrigðisklasans með auknum tengslum við stjórnvöld, heilbrigðisstofnanir og önnur fyrirtæki á heilbrigðissviði með bætta þjónustu, hagræðingu, verðmætasköpun og útflutning að leiðarljósi.

Tengiliður hjá SI: Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, sigridur@si.is   

Stjórn


Stjórn kosin á aðalfundi 2018

 • Ívar Meyvantsson, MentisCura ehf, formaður
 • Magnús Oddsson, Össur Iceland hf
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical hf
 • Jóhann R. Benediktsson, Curron ehf
 • Baldur Þorgilsson, Kine ehf
 • Guðjón Vilhjálmsson, Origo
 • Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf

Skýrsla stjórnar SHI 2017.


Stjórn kosin á aðalfundi 2015

 • Magnús Oddsson, Össuri formaður
 • Bjarni Þór Björnsson, Stiki ehf.
 • Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf.
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf.
 • Jón Gunnar Jónsson, Actavis á Íslandi hf.
 • Baldur Þorgilsson, Kine ehf.
 • Hákon Sigurhansson, EMR ehf / TM-Software
Skýrsla stjórnar

Starfsreglur

 

Starfsreglur SHI samþykktar á stofnfundi 14. janúar 2011

1. gr.

Samtök heilbrigðisiðnaðarins– SHI, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem starfsgreinahópur um málefni fyrirtækja sem tengjast þjónustu og nýsköpun í heilbrigðiskerfinu á einn eða annan hátt.

Miðað er við félagar séu fyrirtæki sem tengjast nýsköpun og þróun á heilbrigðissviði. 

Miðað er við að fyrirtækin séu hlutafélög (hf.), einkahlutafélög (ehf.) eða samvinnufélög (sf.) og að;

- þróunarkostnaður fyrirtækjanna sé að jafnaði a.m.k. 2% af veltu þegar horft er til yfirstandandi starfsárs og þriggja síðustu ára.

2. gr.

Markmið SHI er að vinna að hagsmuna- og stefnumálum félagsmanna.

3. gr.

Aðild að SHI geta aðeins átt fyrirtæki sem eru aðilar að Samtökum iðnaðarins. Sækja þarf sérstaklega um aðild að SHI og tekur stjórn SHI ákvörðun um aðild.

4. gr.

Stjórn SHI skipa 5 menn, formaður og fjórir meðstjórnendur, auk tveggja varamanna.  Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn, en tveir meðstjórnendur árlega til tveggja ára í senn, þannig að aldrei gangi fleiri en þrír úr stjórn. Varamenn eru kosnir til eins árs í senn.  Heimilt er að endurkjósa stjórnar- og varamenn.

5. gr.

Formaður stjórnar boðar til stjórnarfunda í samráði við tengilið SHI innan Samtaka iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir. Formaður skal þó boða stjórnarfund ef stjórnarmaður krefst þess. 

6. gr.

Stjórnarfundir SHI skulu haldnir svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi. Boða skal félaga til fundar með bréfi eða tölvupósti.

7. gr. 

Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok desember.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum SHI. Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti, með minnst 15 daga fyrirvara. Aðeins þeir félagar, sem senda fulltrúa á aðalfund, hafa atkvæðisrétt.

Miðað er við að framboð til stjórnar, tillögur um breytingar á starfsreglum þessum og aðrar stærri tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. Skulu þær þá sendar félagsmönnum með ekki skemmri en 5 daga fyrirvara.

8. gr.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosinn fundarstjóri.

2. Kosinn ritari fundarins.

3. Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta starfsárs.

4. Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.

5. Kosning stjórnar:

a) formaður til eins árs

b) tveir meðstjórnendur til tveggja ára og tveir til vara til eins árs

6. Lýst stjórnarkjöri

7. Önnur mál

9. gr.

Við atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti. Allir fullgildir aðilar að SHI hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10. gr.

Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 félagsmanna fara fram á það við stjórn félagsins. Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis. 

11. gr.

Stjórnin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund sem haldinn er í síðasta lagi innan 14 daga. 

12. gr.

Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því tilskildu að 2/3 viðstaddra félagsmanna greiði breytingunum atkvæði sitt. 

13. gr.

Samþykkt á stofnfundi SHI þann 14. janúar 2011.

 

Fyrri stjórnir

Stjórn kosin á aðalfundi 2015

 

 • Magnús Oddsson, Össuri formaður
 • Árni Þór Árnason, Oxymap ehf.,
 • Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf.
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf.
 • Jón Gunnar Jónsson, Actavis á Íslandi hf.
 • Baldur Þorgilsson, Kine ehf.
 • Hákon Sigurhansson, EMR ehf / TM-Software

 

Skýrsla stjórnar
Stjórn kosin á aðalfundi 2013

 • Jón Valgeirsson, Atvavis hf. - formaður
 • Árni Þór Árnason, Oxymap ehf.
 • Börkur Arnviðarson, Arctic Sequenta ehf.
 • Garðar Þorvaldsson, Kvikna ehf.
 • Hákon Sigurhansson, EMR ehf.
 • Magnús Oddsson, Össur hf.
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf.


Stjórn kosin á aðalfundi 14. júní 2012  

 • Jón Valgeirsson formaður, Actavis
 • Perla Björk Egilsdóttir, SagaMedica ehf.
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf.
 •  Árni Þór Árnason, Oxymap ehf.
 • Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf.
 • Börkur Arnviðarson varamaður, ARCTIC Sequentia ehf.
 • Magnús Oddsson varamaður, Össur hf.

Skýrsla stjórnar lögð fram á aðalfundi

  Stjórn kosin á stofnfundi 19. janúar 2011  

 • Perla Björk Egilsdóttir formaður, SagaMedica
 • Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical
 • Jón Valgeirsson, Actavis
 • Árni Þór Árnason, Oxymap
 • Garðar Þorvarðsson, Medical Algorithms
 • Börkur Arnviðarson varamaður, ARCTIC Sequentia
 • Þorvaldur Ingvarsson varamaður, Össuri.