Samband íslenskra kvikmynda­framleiðenda, SÍK

Öflugur starfsgreinahópur innan Samtaka iðnaðarins

Tilgangur SÍK, er að vinna að því að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. 

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, er samband sjálfstæðra íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem framleiða allar gerðir kvikmynda. Heimili og varnarþing SÍK er í Reykjavík. Enskt heiti félagsins er Association of Icelandic Film Producers. SÍK gekk til liðs við Samtök iðnaðarins 2013.

Tilgangur félagsins er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Félagið kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Til að ná fram markmiðum sínum getur félagið leitað eftir samstarfi við félög kvikmyndaframleiðenda erlendis og önnur fagfélög í kvikmyndagerð heima og erlendis.

Vefsíða félagsins: www.producers.is
Tengiliður hjá SI: Sigríður Mogensen, sviðsstjóri hugverkasviðs SI, sigridur@si.is  

Stjórn

Stjórn kjörin á aðalfundi 2018 

 • Kristinn Þórðarson, Truenorth, formaður 
 • Guðrún Edda Þórhannesdóttir, Kvikmyndafélaginu Hughrif, varaformaður
 • Hilmar Sigurðsson, Sagafilm
 • Lilja Snorradóttir, Pegasus
 • Guðbergur Davíðsson, Ljósop

Varamenn

 • Júlíus Kemp, Kvikmyndafélag Íslands
 • Hlín Jóhannesdóttir, Vintage Pictures

Ársskýrsla SÍK  


Stjórn kjörin á aðalfundi 2017

 • Kristinn Þórðarson hjá True North, formaður stjórnar
 • Guðrún Edda Þórhannesdóttir hjá Kvikmyndafélaginu Hughrif, varaformaður
 • Lilja Ósk Sigurðardóttir hjá Pegasus
 • Guðbergur Davíðsson hjá Ljósop
 • Hilmar Sigurðsson hjá Saga Film 

Varamenn 

 • Júlíus Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands 
 • Hlín Jóhannesdóttir hjá Vintage Pictures

Ársskýrsla SÍK 2017

 

Stjórn kjörin á aðalfundi 2016 

 • Kristinn Þórðarson, formaður - frá True North
 • Guðrún Edda Þórhannesdóttir, varaformaður og ritari - frá Hughrif 
 • Guðný Guðjónsdóttir, gjaldkeri - frá SagaFilm 
 • Lilja Snorradóttir, meðstjórnandi - frá Pegasus 
 • Guðbergur Davíðsson, meðstjórnandi - frá Ljósop

Varamenn

 • Júlíus Kemp - frá Kvikmyndafélagi Íslands   
 • Hlín Jóhannesdóttir - frá Vintage Pictures

Ársskýrsla 

Lög

 

SÍK – SAMBAND ÍSLENSKRA KVIKMYNDAFRAMLEIÐENDA
ASSOCIATION OF ICELANDIC FILM PRODUCERS
SAMÞYKKTIR SAMBANDSINS  

1.0.

 

SÍK - Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, er samband sjálfstæðra íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem framleiða allar gerðir kvikmynda. Heimili og varnarþing SÍK er í Reykjavík. Enskt heiti SÍK er SÍK - Association of Icelandic Film Producers. SÍK er aðili að Samtökum iðnaðarins (SI) og Samtökum atvinnulífsins (SA) fyrir hönd félagsmanna sinna.

1.1.

Tilgangur SÍK er að efla íslenska kvikmyndagerð og gæta hagsmuna og réttar sjálfstæðra kvikmyndaframleiðenda. Í því felst m.a. að koma fram fyrir hönd félagsmanna, eins eða fleiri, fyrir dómstólum og stjórnvöldum í málum sem varðar sameiginlega jafnt sem einstaklingabundna hagsmuni þeirra.

SÍK kemur fram fyrir hönd aðildarfélaga gagnvart stjórnvöldum, menningarstofnunum, fjölmiðlum og öðrum félagasamtökum. Til að ná fram markmiðum sínum getur SÍK leitað eftir samstarfi við félög kvikmyndaframleiðenda erlendis og önnur fagfélög í kvikmyndagerð heima og erlendis.

2.0.

Inntaka nýrra félaga fer fram á stjórnarfundum félagsins og miðast við að ný aðildarfyrirtæki uppfylli skilyrði 2.1. og 2.2. Umsóknir um aðild að SÍK skulu vera skriflegar og sendar stjórn SÍK sem skal sannreyna þau gögn sem styðja viðkomandi umsókn. Niðurstaða stjórnar á umsóknum skal tilkynnt viðkomandi umsækjanda skriflega.

2.1.

Skilyrði fyrir inntöku er að umsækjandi sé sjálfstætt kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með lögheimili á Íslandi og hafi framleitt eigin kvikmyndaverk samfleytt í tvö ár og sýnt a.m.k. eitt kvikmyndaverk á almennum sýningum í kvikmyndahúsi samfleytt í a.m.k. 7 daga eða í sjónvarpi sem hefur umtalsverða dreifingu.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki í eigu einstaklinga sem hafa að baki reynslu af framleiðslu kvikmynda og a.m.k. einn slíkra eigenda hefur hlotið kredit (nafnabirtingu á kvikmyndaverki) sem aðalframleiðandi kvikmyndaverks (skv. gr. 2.1.), geta orðið aðilar að SÍK án þess að uppfylla skilyrði 2. tl. og 3. tl., gr. 2.1., enda sé fyrirtækið stofnað í þeim tilgangi að framleiða kvikmyndaefni samkvæmt stofnsamþykktum fyrirtækisins.

Kvikmyndaframleiðslufyrirtæki telst ekki vera sjálfstætt ef ein sjónvarpsstöð á meira en 1/4 hluta í fyrirtækinu eða tvær eða fleiri sjónvarpsstöðvar eiga samanlagt meira en helming í fyrirtækinu, eða að framleiðslufyrirtækið hafi á síðustu þremur árum framleitt meira en 9/10 hluta af eigin framleiðslu fyrir sömu sjónvarpsstöðina.

2.2.

Stjórn SÍK er heimilt að semja við Samtök iðnaðarins um að þau annist rekstur, innheimtu félagsgjalda og bókhald fyrir félagið.

3.0

Stjórn SÍK skipa fimm menn, formaður, ritari, sem jafnframt er varaformaður, gjaldkeri, tveir meðstjórnendur og tveir varamenn. Varamenn skulu sitja fundi stjórnar og hafa þar málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðisrétt nema í forföllum stjórnarmanna. Formaður boðar stjórnarfundi og stýrir þeim og í hans forföllum varaformaður. Skirrist formaður við að boða til stjórnarfundar geta þrír aðalmenn stjórnar eða fleiri boðað til stjórnarfundar.

3.1

Hvert aðildarfélag má ekki eiga nema einn stjórnarmann. Stjórn er kosin á aðalfundi. Kjörtímabil stjórnar er tvö starfsár. Annað hvert ár er kjörinn formaður, tveir meðstjórnendur og einn varamaður. Hitt árið eru kjörnir tveir meðstjórnendur og einn varamaður. Formaður má ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í röð. Nú hljóta tveir menn jafna atkvæðatölu og skal þá varpað hlutkesti milli þeirra.

3.2.

Á fyrsta stjórnarfundi að aðalfundi loknum skal stjórn skipta með sér verkum og tilnefna ritara og gjaldkera og tilnefna fyrsta og annan varamann.

Gangi fleiri en einn stjórnarmanna úr stjórn skal stjórn kalla saman aukaaðalfund, þar sem kjörnir verða nýir stjórnarmenn.

3.3.

Stjórn SÍK er ákvörðunarbær þegar meirihluti stjórnarmanna situr fund, þ.e. þrír af fimm. Mikilvægar ákvarðanir skal þó eigi taka nema allir stjórnarmenn hafi haft tækifæri til þess að kynna sér þær, sé þess nokkur kostur.

3.4.

Aðalfundur kýs tvo endurskoðendur, annan löggiltan endurskoðenda og hinn úr röðum fulltrúa aðildarfélaga SÍK.

4.0.

Aðalfundur SÍK skal haldinn árlega og að jafnaði fyrir lok júní. Aðalfund skal boða með ábyrgðarbréfi og/eða tölvupósti með minnst tveggja vikna fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.

Aðalfundarboði skal fylgja dagskrá, lagabreytingatillögur, sé um þær að ræða. Stjórn skal halda félagaskrá með nöfnum, símanúmeri, lögheimili, kennitölu og netfangi. Aðildarfélög skulu gæta þess að tilkynna allar breytingar til stjórnar á framangreindum upplýsingum.

4.1.

Hvert aðildarfélag hefur eitt atkvæði á fundum (félags- og aðalfundum) SÍK. Fyrirsvarsmenn aðildarfélaganna fara með atkvæði þeirra eða aðilar með umboð þar að lútandi. Einfaldur meirihluti greiddra atkvæða ræður úrslitum mála nema samþykktir þessar kveði á um annað.

4.2.

Rétt til fundarsetu á fundum SÍK hafa tveir fulltrúar frá hverju aðildarfélagi, og eru þeir báðir kjörgengir til embætta. Þeir hafa báðir málfrelsi og tillögurétt á fundum en einungis annar þeirra skal fara með atkvæði viðkomandi aðildarfélags. Við atkvæðagreiðslu á fundum SÍK skal greina í fundargerð hvaða aðili hafi farið með atkvæði hvers aðildarfélags.

4.3.

Dagskrá aðalfundar:

1. Lögð fram kjörgögn.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Reikningar SÍK lagðir fram endurskoðaðir.
4. Lagabreytingar.
5. Laun stjórnar
6. Stjórnarkjör.
7. Kjör endurskoðenda.
8. Félagsgjöld ákvörðuð
9. Önnur mál, löglega upp borin.

5.0.

Stjórn SÍK hefur með höndum daglegan rekstur sambandsins í samræmi við tilgang þess. Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna að framlagðri tillögu stjórnar. Stjórn SÍK ræður lögmann/framkvæmdastjóra og/eða aðra starfsmenn ef þurfa þykir og markar þeim starfssvið. Starfsár stjórnar skal vera tímabilið milli viðkomandi aðalfunda en reikningsár SÍK skal vera almanaksárið. Stjórn SÍK skipar í nefndir og ráð á vegum SÍK eða þar sem SÍK á fulltrúa og ákveður þóknun til nefndarmanna þegar við á.

5.1.

Stjórn SÍK kemur fram fyrir hönd þess út á við og ritar firma þess. Stjórnin getur veitt einum eða fleiri stjórnarmönnum eða framkvæmdastjóra umboð til að rita firma SÍK. Allar meiriháttar ákvarðanir sem varða lagalega og/eða fjárhagslega hagsmuni aðildarfélaganna skulu annaðhvort bornar undir félagsfund eða afgreiddar með rafrænni eða skriflegri atkvæðagreiðslu. Aðildarfélögin eru bundin af löglega gerðum samningum og/eða samþykktum SÍK.

5.2.

Stjórn SÍK skal gefa út fréttabréf á vef sambandsins a.m.k. ársfjórðungslega og skýra þar frá helstu viðfangsefnum stjórnar. Fundargerðir skulu aðgengilegar á lokuðu vefsvæði SÍK eigi síðar 10 dögum eftir fund.

5.3.

Stjórn SÍK gerir samninga við hagsmunasamtök kvikmyndagerðarmanna, leikara, tónskálda, hljómlistarmanna, höfunda, leikmyndagerðarmanna og aðra þá, sem kvikmyndaframleiðendur kaupa af vinnu, þjónustu, vörur eða réttindi, og skipar fulltrúa á vegum SÍK. Slíka samninga skal bera upp til samþykktar á næsta félags- eða aðalfundi eða með atkvæðagreiðslu.

5.4.

Auk aðalfundar skal SÍK halda fundi hvenær sem þurfa þykir. Skylt er stjórn að kalla saman fund innan tveggja vikna ef fimm aðildarfélög óska þess. Félagsfundi skal boða með a.m.k. viku fyrirvara í tilkynningu til félagsmanna með tölvupósti.

5.5.

SÍK getur gerst aðili að stofnunum, fyrirtækjum eða samtökum, innlendum og erlendum, enda hafi slík ákvörðun hlotið samþykki á félagsfundi SÍK.

6.0

Heimilt er að starfrækja innan SÍK gildi sem gæta sérhagsmuna ákveðinna greina kvikmyndaframleiðslu, eins og t.d. heimildamynda og teiknimynda. Reynt skal eftir því sem kostur er að tryggja að slík gildi eigi aðal- eða varamann í stjórn SÍK. Slíkir stjórnarmenn teljast formenn gildanna og bera ábyrgð á starfsemi þeirra, í samráði við stjórn SÍK. Gildin starfa að sérhagsmunamálum greinanna og vinna náið með stjórn SÍK í að tryggja þá sérhagsmuni sem talið er nauðsynlegt að vinna sérstaklega að, samhliða vinnu við að gæta almennra hagsmuna allra aðildarfélaga í SÍK.

7.0.

Breytingar á lögum SÍK verða ekki gerðar nema á aðalfundi þar sem mættir eru fulltrúar aðildarfélaga sem samtals fari með a.m.k. 3/4 hluta atkvæða og þá því aðeins að 2/3 hluti atkvæða aðildarfélaga, sem mætt er fyrir á fundinum, gjaldi þeim jáyrði sitt. Mæti ekki tilskilið hlutfall aðildarfélaga á viðkomandi aðalfund skal boða til aukaaðalfundar, með lögmætum hætti, þar sem lagabreytingartillögurnar skulu bornar upp til samþykktar eða synjunar og skiptir þá ekki máli hversu margir fulltrúar aðildarfélaganna eru mættir. Allar tillögur um lagabreytingar stjórnar SÍK skulu boðaðar í dagskrá aðalfundar. Aðrar lagabreytingartillögur skulu sendar stjórn SÍK a.m.k. sjö dögum fyrir boðaðan aðalfund og skal stjórn SÍK senda slíkar tillögur til aðildarfélaganna svo fljótt sem auðið er.

8.0.

Árgjald aðildarfélaga til SI/SA er samkvæmt ákvörðun þeirra og greiðsla þess samkvæmt reglum og útreikningum SI hverju sinni. Önnur félagsgjöld eru ákvörðuð árlega á aðalfundi félagsins.

9.0.

Í þeim tilfellum að framleiðslufyrirtæki eða félag hefur verið lagt niður, slitið eða gjaldþrotaskiptum þess lokið, skal sá aðili, sem farið hefur með atkvæðisrétt þess á fundum SÍK, skv. 4.2. gr., eiga rétt til þess að flytja með sér réttindi þau sem viðkomandi félag eða fyrirtæki hefur átt hvað varðar aðildarhæfi skv. framansögðu, að því tilskyldu að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki hans eigi, eða hafi heimild til að ráðstafa, öllum öðrum réttindum vegna viðkomandi kvikmyndar.

9.1.

Í þeim tilvikum er aðili að SÍK stendur að stofnun nýs framleiðslufyrirtækis skulu eftirfarandi reglur gilda vegna aðildaréttar slíks fyrirtækis að SÍK: Eigi aðildarfélag að SÍK meira en 50% eignarhlut í hinu nýja fyrirtæki skal það fyrirtæki teljast hluti aðildarfélagsins og þar með ekki hafa sjálfstæðan aðildarrétt að SÍK. Í öðrum tilvikum skal hið nýja fyrirtæki eiga rétt á aðild að SÍK að öðrum skilyrðum uppfylltum. Í þeim tilfellum að aðilar hafa gert með sér sam-framleiðslusamning en eignaraðild aðilanna að kvikmyndinni er jöfn, skal það aðildarfélag eða það fyrirtæki sem hyggur á umsókn um aðild að SÍK, og frumkvæði átti að þróun viðkomandi verkefnis (originating producer), teljast fara með réttindi vegna viðkomandi kvikmyndar samkvæmt lögum þessum. Að öðru jöfnu skal sá aðili sem titlaður er sem aðalframleiðandi kvikmyndar fara með réttindi þessi.

9.3.

Skylt er að taka skriflega úrsögn aðildarfélaga til greina, enda er slík uppsögn send með 6 mánaða fyrirvara.

10.0.

Ákvörðun um slit Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, meðferð og skiptingu eigna þess, skal tekin með sama hætti og gildir um lagabreytingar að því undanskildu að 3/4 hluta atkvæða þarf til þess að hún nái fram að ganga.

10.1.

Við slit sambandsins skal fjármunum þess skipt milli aðildarfélaga miðað við uppgjör löggilts endurskoðanda þess.

10.2.

SÍK er aðili að Innheimtumiðstöð gjalda (IHM) og skal að jafnaði einu sinni ári, eða eftir útborgunum frá IHM, úthluta tekjum frá IHM eftir sjónvarpsáhorfsmælingum Capacent Gallup fyrirtækisins eða annars fyrirtækis sem fengið verður til þessa verks. Þannig verður heildaráhorf á efni frá sjálfstæðum framleiðendum mælt í mínútum og sjötíu og fimm prósent (75%) af IHM tekjum ársins skipt á milli framleiðenda í því hlutfalli sem þeir eiga af áhorfi og samkvæmt úthlutunarreglum SÍK sem aðgengilegar skulu á vef SÍK á hverjum tíma. Heimilt er að fresta úthlutun til næsta úthlutunarárs nemi heildarkostnaður SÍK vegna hennar yfir 25% af heildarfjárhæð úthlutaðra tekna.

Rétthafar gagnvart úthlutun IHM tekna, sem SÍK berast, skulu vera allir sjálfstæðir framleiðendur sem framleitt hafa eigin íslensk kvikmyndaverk (án tillits til aðildar að SÍK) og gera kröfu um úthlutun til sín samkvæmt auglýsingu(m) frá SÍK um væntanlegar úthlutanir IHM tekna.

Tuttugu og fimm prósent (25%) IHM tekna SÍK verði varðveittar á hávaxtareikningi í varasjóði til að mæta mögulegum framtíðarkröfum á hendur félaginu vegna skiptingar IHM tekna og/eða vegna almenns rekstrarkostnaðar og lögfræðilegra aðgerða sem talið getur verið nauðsynlegt að SÍK ráðist í. Í varasjóði þessum skal, á hverjum tíma, þó aldrei vera hærri fjárhæð en sem nemur uppsafnaðri tekjuhlutdeild hans síðustu fjögurra undanfarinna ára. Verði um umframhlutdeildartekjur að ræða samkvæmt framansögðu skal þeim ráðstafað til almennrar úthlutunar til framleiðenda, skv. 2. mgr., gr. 10.2.

Lög þessi voru samþykkt á aðalfundi SÍK - Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, sem haldinn var þann 26. maí 2016.

 

Fyrri stjórnir

 

 

Stjórn kjörin á aðalfundi 2016
Kristinn Þórðarson
, formaður - frá True North
Guðrún Edda Þórhannesdóttir, varaformaður og ritari - frá Hughrif 
Guðný Guðjónsdóttir, gjaldkeri - frá SagaFilm 
Lilja Snorradóttir, meðstjórnandi - frá Pegasus 
Guðbergur Davíðsson, meðstjórnandi - frá Ljósop

Varamenn
Júlíus Kemp
 - frá Kvikmyndafélagi Íslands   
Hlín Jóhannesdóttir - frá Vintage Pictures

Ársskýrsla 

 

 

Stjórn kjörin á aðalfundi 2015
Hilmar Sigurðsson, formaður - frá GunHil
Guðrún Edda Þórhannesdóttir, meðstjórnandi - frá Hughrif
Guðný Guðjónsdóttir, meðstjórnandi - frá SagaFilm 
Lilja Snorradóttir, meðstjórnandi - frá Pegasus
Guðbergur Davíðsson, meðstjórnandi - frá Ljósop

Varamenn 
Júlíus Kemp - frá Kvikmyndafélagi Íslands  
Hlín Jóhannesdóttir - frá Vintage Pictures

 

 

Stjórn kjörin á aðalfundi 2014
Hilmar Sigurðsson, formaður 
Guðrún Edda Þórhannesdóttir, ritari og varaformaður 
Guðný Guðjónsdóttir, gjaldkeri 
Ingvar Þórisson
Anna María Karlsdóttir

Varamenn
Lilja Ósk Snorradóttir - sagði af sér í ágúst 2014
Júlíus Kemp

 

 

Stjórn kjörin á aðalfundi 2013
Hilmar Sigurðsson, formaður
Kristín Andrea Þórðardóttir
Kjartan Þór Þórðarson
Ingvar Þórisson
Anna María Karlsdóttir

Varamenn
Lilja Ósk Snorradóttir 
Guðrún Edda Þórhannesdóttir