SMK - Samtök mjólkur- og kjötvinnslu­fyrirtækja

Vinnsla á mjólkur- og kjötafurðum er umfangsmikil atvinnustarfsemi í landinu. Áætluð velta í greininni er um 60 milljarðar og gróflega áætlað starfa milli tvö og þjú þúsund manns í afurðastöðvum í mjólkur- og kjötiðnaði. 

SMK

Vinnsla á mjólkur- og kjötafurðum er umfangsmikil atvinnustarfsemi í landinu. Áætluð velta í greininni er um 60 milljarðar og gróflega áætlað starfa milli tvö og þjú þúsund manns í afurðastöðvum í mjólkur- og kjötiðnaði. Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja, SMK, voru stofnuð innan Samtaka iðnaðarins í nóvember 2010. 

Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunamálum matvælafyrirtækja sem vinna úr íslenskum landbúnaðarvörum. Stjórn samtakanna er skipuð fimm mönnum. Hún hittist á eins til tveggja mánaða fresti yfir vetrartímann og fjallar um þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni.

Upplýsingabæklingur um mjólkur- og kjötiðnað á Íslandi
Tengiliður hjá SI: Gunnar Sigurðarson, viðskiptastjóri á iðnaðar- og hugverkasviði SI, gunnar@si.is.

Stjórn

Stjórn SMK 2021

  • Steinþór Skúlason, Sláturfélag Suðurlands, formaður
  • Bjarni Ragnar Brynjólfsson, Mjólkursamsalan
  • Erna Bjarnadóttir, Mjólkursamsalan
  • Ágúst Torfi Hauksson, Norðlenska matborðið
  • Árný Árnadóttir, SAH afurðir
  • Magnús Freyr Jónsson, Sláturhúsi KVH og Mjólkurafurðastöð KS
  • Gunnlaugur Eiðsson, Kjarnafæði, varamaður


Fyrri stjórnir

Stjórn SMK 2019

  • Steinþór Skúlason, Sláturfélag Suðurlands, formaður
  • Ari Edwald, Mjólkursamsalan
  • Ágúst Torfi Hauksson, Norðlenska matborðið
  • Árný Árnadóttir, SAH afurðir
  • Magnús Freyr Jónsson, Sláturhúsi KVH og Mjólkurafurðastöð KS
  • Sunna Gunnars Marteinsdóttir, Mjólkursamsalan
  • Gunnlaugur Eiðsson, Kjarnafæði, varamaður

Stjórn SMK 2018

  • Eggert Árni Gíslason, Síld og fiskur, formaður
  • Ari Edwald, Mjólkursamsalan
  • Ágúst Torfi Hauksson, Norðlenska matborðið
  • Árný Árnadóttir, SAH afurðir,
  • Leifur Þórsson, Esja kjötvinnsla
  • Varamenn:
  • Magnús Freyr Jónsson, Sláturhúsi KVH og Mjólkurafurðastöð KS
  • Steinþór Skúlason, Sláturfélag Suðurlands

Stjórn SMK 2016

  • Gunnar Þór Gíslason, Síld og fiskur , formaður  
  • Ari Edwald, Mjólkursamsalan  
  • Árný Árnadóttir, SAH afurðir 
  • Karl Ómar Jónsson, Esja kjötvinnsla 
  • Magnús Freyr Jónsson, Sláturhúsi KVH og Mjólkurafurðastöð KS, meðstjórnandi
  • Varamaður:
  • Steinþór Skúlason, Sláturfélagi Suðurlands 

Stjórn SMK 2011-2012 

  • Guðni Ágústsson, Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði, formaður
  • Sigurður Jóhannesson, SAH afurðum, varaformaður
  • Gunnar Gíslason, Síld og fiski, meðstjórnandi
  • Einar Sigurðsson, Mjólkursamsölunni, meðstjórnandi
  • Magnús Freyr Jónsson, Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga, meðstjórnandi
  • Varamenn:
  • Karl Ómar Jónsson, Esju, Gæðafæði
  • Steinþór Skúlason, Sláturfélagi Suðurlands

Starfsreglur

Starfsreglur Samtaka mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja

1. gr. Samtök  mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja,  SMK, starfa innan Samtaka iðnaðarins sem.

2. gr. Markmið samtakanna er að vinna að hagsmunamálum matvælafyrirtækja sem vinna úr íslenskum landbúnaðarvörum.

3.gr.  Aðild að samtökunum geta aðeins átt matvælafyrirtæki sem vinna úr íslenskum landbúnaðarvörum og eru aðilar að Samtökum iðnaðarins.

4.gr.   Stjórn SMK skipa 5 menn, formaður, varaformaður, ritari og tveir meðstjórnendur.  Formaður er kosinn sérstaklega til eins árs í senn.  Árlega skal kjósa fjóra stjórnarmenn og tvo varamenn til eins árs.  Heimilt er að endurkjósa stjórnarmenn.

5.gr.   Formaður stjórnar eða varaformaður í forföllum hans, boða til stjórnarfunda í samráði við tengilið SMK hjá Samtökum iðnaðarins svo oft sem þurfa þykir.  Formaður eða varaformaður skulu þó boða stjórnarfund ef a.m.k. 2 stjórnarmenn krefjast þess.

6. gr.  SMK skulu koma saman til fundar svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en tvisvar á ári að meðtöldum aðalfundi.  Boða skal félaga til fundar með bréfi eða tölvupósti.

7. gr.  Aðalfundur skal haldinn árlega, fyrir lok október.  Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum samtakanna.  Til aðalfundar skal boða skriflega með bréfi eða tölvupósti, með minnst 15 daga fyrirvara.  Aðeins þeir félagar sem senda fulltrúa á aðalfund hafa atkvæðisrétt.
Tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist stjórn félagsins a.m.k. 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund.  Þær skulu sendar félagsmönnum með hæfilegum fyrirvara.

8. gr.  Dagskrá aðalfundar:

1.        Fundarsetning.
2.        Formaður flytur skýrslu stjórnar og flytur tillögur að verkefnaskrá næsta
           starfsárs.
3.        Breytingar starfsreglna, ef fyrir liggja.
4.        Kosning stjórnar:  
                          a)  formaður til eins ár
                          b)  fjórir stjórnarmenn til eins árs
                          c)  tveir varamenn til eins árs
5.        Önnur mál.

9. gr.  Einfaldur meirihluti ræður við atkvæðagreiðslu á aðalfundi.  Allir fullgildir aðilar að starfsgreinahópnum hafa jafnan atkvæðisrétt á fundum félagsins, þ.e. hverju fyrirtæki fylgir eitt atkvæði.

10. gr.Til aukaaðalfundar er hægt að boða ef 2/3 aðildarfélaga fara fram á það við stjórn félagsins.  Þá verði hann haldinn eigi síðar en 30 dögum eftir að stjórnin fær beiðni þess efnis.

11. gr.Stjórnin skal skipta með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund sem haldinn er í síðasta lagi innan 14 daga.

12. gr. Aðalfundur hefur heimild til að breyta starfsreglum þessum, að því       tilskyldu að fulltrúar a.m.k. helmings aðildarfélaga sé mættur og a.m.k. 2/3 greiði breytingunum atkvæði sitt.

13. gr.Samþykkt á stofnfundi starfsgreinahóps þann 2. nóvember 2010.