Efnahagsmál

Íslenskur iðnaður í dag er mjög fjölbreyttur. Hann telur byggingariðnað, jarðvinnuverktaka, málm- og skipasmíðaiðnað, húsgagna- og textíliðað, mat- og drykkjarvöruiðnað, efna- og veiðafæraiðnað, UT-iðnað, lyfja- og lækningatækjaiðnað, mælingatækjaiðnað og þjónustuiðnað.

Mikilvægt er að það efnahagsumhverfi sem við búum fyrirtækjum okkar, þ.á.m. vaxtabroddum framtíðarinnar, sé jafn gott og þeirra fyrirtækja sem þau keppa við á alþjóðlegum markaði. Þar er átt við að verðbólga og vaxtakjör séu lág og stöðug ásamt gengi krónunnar. Stjórn efnahags- og peningamála hefur mikil áhrif á þessa lykilþætti í samkeppnisstöðu íslenskra iðnfyrirtækja.

Samtök iðnaðarins fylgjast því náið með framvindu efnahagsmála og aðgerðum opinberra aðila. Með greiningu á stöðunni hverju sinni leitast Samtökin við að hvetja til skynsamlegrar stjórnar peningamála Seðlabankans og fjármála hins opinbera.