Litla Ísland

Litla Ísland er vettvangur fræðslu, tengsla og samstarfs lítilla og meðalstórra fyrirtækja óháð atvinnugreinum.

Litla Ísland er vettvangur fræðslu, tengsla og samstarfs lítilla og meðalstórra fyrirtækja óháð atvinnugreinum. 

​Tilgangurinn er margþættur, svo sem að:

  • Efla forvarnir og stuðla að bættu rekstrarumhverfi, m.a. með fræðslu um lykilþætti í rekstri
  • Gæta hagsmuna og styrkja rödd lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnulífinu
  • Undirstrika mikilvægi lítilla og meðalstórra fyrirtækja í atvinnulífinu fyrir stjórnvöldum og almenningi
  • Vekja athygli almennings og stjórnvalda á félagsmönnum og fyrirtækjum þeirra
  • Stuðla að tengslamyndun og þekkingarmiðlun meðal eigenda og stjórnenda lítilla og meðalstórra fyrirtækja
Að Litla Íslandi standa Samtök atvinnulífsins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök iðnaðarins og Samtök fjármálafyrirtækja og aðild að verkefninu er í gegnum þau. 


Lítil og meðalstór fyrirtæki eru stór hluti af íslensku atvinnulífi. Árið 2018 greiddu lítil og meðalstór fyrirtæki 69% af heildarlaunum í landinu. Fyrirtæki með allt að 50 starfsmenn greiddu 397 milljarða í laun og meðalstór fyrirtæki með allt að 250 starfsmenn greiddu 229 milljarða. Saman eru því lítil og meðalstór fyrirtæki stór hluti af atvinnulífi þjóðarinnar og því mikilvægt að styðja vel við og efla þau til dáða.

Smelltu hér til að kynna þér aðild.

Litla Ísland er á Facebook.

Facebook-hópur Litla Íslands.

Si_framleidsluthing_2020-59_1597756297242

Ingibjörg Björnsdóttir er lögmaður og verkefnastjóri Litla Íslands.

ingibjorg@sa.is