Stefna

Hlutverk SI

Við eflum íslenskan iðnað og samkeppnishæfni hans

Framtíðarsýn SI

Iðnaður í fararbroddi drifinn áfram af stöðugri aukningu í menntun, nýsköpun og framleiðni

Stefnuáherslur SI

Stóra verkefnið á Íslandi er að skapa aðstæður sem uppfylla metnað okkar fyrir góðu samfélagi og samkeppnishæfu umhverfi.  

 Nánar um stefnuáherslur SI frá Iðnþingi 2017

Framleiðni

Aukin framleiðni er grunnur verðmætasköpunar. Við vinnum að framleiðniaukningu með áherslu á skilvirkt rekstrarumhverfi, þróun og fræðslu.

Menntun

Menntun er forsenda bættra lífskjara. Við eflum menntun fyrir atvinnulífið með áherslu á iðn-, verk- og tækninám.

Nýsköpun

Nýsköpun styrkir framþróun. Við vinnum að nýsköpun í allri sinni fjölbreytni.