Viðburðir
17.01.2018 kl. 8:30 - 10:00 IÐAN fræðslusetur, Vatnagörðum 20

Kynning á nýju ÍST-35 frumvarpi

Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) og Samtök arkitektastofa (Samark) standa fyrir morgunverðarfundi þar sem kynnt verður nýtt frumvarp að ÍST-35 er varðar samningsskilmála um hönnun og ráðgjöf. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 17. janúar kl. 8.30-10.00 hjá IÐUNNI fræðslusetri að Vatnagörðum 20 í Reykjavík.

Dagskrá

Rögnvaldur Gunnarsson mun fara yfir frumvarpið.

Helgi Már Halldórsson, formaður Samark, mun stýra fundinum og umræðum.

Afrit af frumvarpinu munu liggja frammi til kynningar á fundinum. Umsagnarfrestur vegna frumvarpsins er til 1. mars 2018 og hægt er að nálgast staðalinn hér.

Þau fyrirtæki sem eruð aðilar að Staðlaráði geta fengið frumvörp án endurgjalds en geta síðan keypt staðalinn með afslætti. Þeir sem ekki eru aðilar að Staðlaráði greiða fyrir frumvarpið en fá svo staðalinn þegar hann tekur gildi. 

Bókunartímabil er frá 11 jan. 2018 til 18 jan. 2018