Viðburðir
27.02.2018 kl. 13:00 - 17:00 Vox Club, Hilton Reykjavík Nordica

Stefnumótun Mannvirkjaráðs SI

Hvar viljum við sem atvinnugrein standa eftir 5 ár og hvaða markmiðum viljum við ná á leiðinni?   

Mannvirkjaráð SI boðar til stefnumótunar og býður öllum félagsmönnum í mannvirkja- og byggingariðnaði til þátttöku. Stefnumótunin fer fram á VOX Club, Hilton Reykjavík, þriðjudaginn 27. febrúar kl. 13.00 til 17.00 og er leidd af Þóreyju Vilhjálmsdóttur frá Capacent. Tilgangurinn er að leggja línurnar varðandi sameiginleg áherslumál, tækifæri og ógnanir sem greinin stendur frammi fyrir. Einnig verða lagðar línur að þeim stóru málum sem mannvirkjasvið Samtaka iðnaðarins og samtökin eiga að vinna að fyrir hönd greinarinnar.

Bókunartímabil er frá 8 feb. 2018 til 27 feb. 2018