Viðburðir
15.08.2018 kl. 8:30 - 10:00 Kvika, Borgartún 35, 1. hæð

Tækniþróunarsjóður - kynningarfundur

Samtök iðnaðarins og Rannís boða til kynningarfundar um Tækniþróunarsjóð miðvikudaginn 15. ágúst kl. 8.30-10.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, fundarsalnum Kviku á 1. hæð. Boðið verður upp á léttan morgunverð.

Dagskrá

Sigurður Björnsson, sviðsstjóri á rannsókna- og nýsköpunarsviði Rannís, gerir grein fyrir:

  • Styrkjaflokkum Tækniþróunarsjóðs
  • Skattfrádrætti vegna rannsókna- og þróunarkostnaðar
  • Reglugerð um skattaívilnun til erlendra sérfræðinga
Reynsla félagsmanna SI af umsóknaferli Tækniþróunarsjóðs

  • Kristján Guðmundsson, framkvæmdastjóri eTactica
  • Jón Atli Magnússon, vöruþróunarstjóri Hampiðjunnar

Umræður

Bókunartímabil er frá 12 júl. 2018 til 15 ágú. 2018