Viðburðir
18.01.2019 kl. 16:30 Hilton Reykjavík Nordica

Aðalfundur SÍL og SHI

Aðalfundir Samtaka íslenskra líftæknifyrirtækja, SÍL, og Samtaka heilbrigðisiðnaðarins, SHI, verða haldnir föstudaginn 18. janúar kl. 16.30 á VOX Home á jarðhæð Hilton Reykjavík Nordica

Fyrirhuguð er sameining SÍL og SHI en tillaga þess efnis var samþykkt af stjórn SI í ágúst 2018. Mikilvægt er að meirihluti félagsmanna eigi fulltrúa á sameiginlegum aðalfundi þar sem sameiningin verður formgerð.

Dagskrá aðalfundarins:

1.     Kosinn fundarstjóri

2.     Kosinn ritari fundarins

3.     Slit SÍL og SHI og stofnun sameinaðs félags

4.     Starfsreglur nýs félags

5.     Kosning stjórnar
        a) formaður til eins árs
        b) fjórir meðstjórnendur til tveggja ára

6.     Lýst stjórnarkjöri

7.     Önnur mál

Aðeins þeir félagar sem senda fulltrúa á aðalfund hafa atkvæðisrétt. Athugið að tillögur, sem óskað er eftir að teknar verði fyrir fundinn, þurfa að hafa borist undirritaðri að minnsta kosti 7 dögum fyrir boðaðan aðalfund. 

Boðið verður upp á léttar veitingar. 

Bókunartímabil er frá 3 jan. 2019 til 18 jan. 2019