Viðburðir
11.02.2019 kl. 11:00 - 12:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Nýsköpun innan starfandi fyrirtækja

Samtök iðnaðarins og Icelandic Startups bjóða til málstofu um nýsköpun innan starfandi fyrirtækja mánudaginn næstkomandi 11. febrúar frá kl. 11-12 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35.

Fjöldi íslenskra fyrirtækja, jafnt smærri og stærri, hafa á síðustu árum lagt áherslur á nýsköpun innan sinna fyrirtækja og er fundinum ætlað að varpa ljósi á þá umræðu og mikilvægi nýsköpunar í þróun fyrirtækja.

Gestur málstofunnar er Adrian Mcdonald, framkvæmdarstjóri sænska ráðgjafafyrirtækisins Result og verkefnastjóri Nordic Scalers verkefnisins. Á fundinum mun Adrian fjalla um nýsköpun innan margra af stærstu fyrirtækjum Svíþjóðar en í störfum sínum hefur hann starfað að nýsköpun innan fyrirtækja á borð við Microsoft, Telenor og sænska bankans SEB. Þá stýrði Adrian meðal annars sænska fyrirtækinu Widespace, frá því að fyrirtækið var sprotafyrirtæki yfir í alþjóðlegan vöxt.

Bókunartímabil er frá 7 feb. 2019 til 11 feb. 2019