Viðburðir
07.03.2019 kl. 14:00 Silfurbergi í Hörpu

Iðnþing SI 2019

Iðnþing Samtaka iðnaðarins árið 2019 verður haldið í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 7. mars 14.00.

Yfirskrift þingsins að þessu sinni er Íslenskur iðnaður í fortíð, nútíð og framtíð. Íslenskur iðnaður hefur verið órjúfanlegur hluti af sögu Íslands og verður þess minnst nú þegar 25 ár eru liðin frá stofnun Samtaka iðnaðarins. Á þinginu verður horft á það sem áunnist hefur í áranna rás, varpað verður upp myndum af stöðu dagsins í dag, auk þess sem rýnt verður í framtíðina sem er rétt handan við hornið. Þá munu forkólfar íslensk iðnaðar segja frá sinni sýn á framtíðina.

Dagskrá

  • Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI
  • Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands
  • Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI, stýrir umræðum um viðfangsefni iðnaðar.

Að dagskrá lokinni verður boðið upp á léttar veitingar.

Bókunartímabil er frá 2 okt. 2018 til 7 mar. 2019