Viðburðir
14.03.2019 - 16.03.2019 Íþrótta- og sýningarhöllinni í Laugardal

Íslandsmót í iðn- og verkgreinum 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning undir heitinu Mín framtíð verður haldin í Laugardalshöll 14.-16. mars 2019. Það er Verkiðn sem stendur að viðburðinum. Í Laugardalshöllinni þessa daga kynna fræðsluaðilar fjölbreytt námsframboð á framhaldsskólastigi og fram fer keppni á Íslandsmóti iðn- og verkgreina. Boðið er upp á ýmsa viðburði, kynningar og ekki síst að prófa, fikta, snerta og smakka. Aðgangur er ókeypis.

Opnunartímar:
14.3. kl. 14 - 17
15.3 kl. 14 - 17
16.3 kl. 10 - 16. Fjölskyldudagur - Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta og sjá lokahandtökin hjá keppendum og hvað þeir hafa verið að vinna að. Prófa að fikta við skemmtileg verkefni, fá að smakka og skoða fjölbreytt námsframboð framhaldsskóla landsins.

Viðburðurinn á Facebook.