Viðburðir
21.03.2019 kl. 16:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Betri kostnaðaráætlanir - Ný verkfæri

Yngri ráðgjafar innan Félags ráðgjafarverkfræðinga, FRV, standa fyrir fundi um gerð kostnaðaráætlana fimmtudaginn 21. mars kl. 16.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 1. hæð. Fundarstjóri er Arnar Kári Hallgrímsson, formaður Yngri ráðgjafa.

Á fundinum verður rætt um hvað kostnaðaráætlun er, ný verkfæri og aðferðir sem notast er við og mikilvægi þess að fylgja áætlunum eftir.

Dagskrá

  • Hvað er kostnaðaráætlun? - Arnar Kári Hallgrímsson, Efla verkfræðistofa og formaður Yngri ráðgjafa FRV 
  • BIM - Aukin kostnaðarmeðvitund - Hjörtur Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri hjá VSB verkfræðistofu og varaformaður BIM Ísland
  • Í upphafi skal endinn skoða - Kostnaðaráætlanir og kostnaðargát - Elísabet Rúnarsdóttir og Helga Kristín Magnúsdóttir, sérfræðingar í kostnaðargát hjá Mannviti
  • LCC greiningar íþróttamannvirkja - Eiríkur Steinn Búason og Gunnar Kristjánsson, verkefnisstjórar hjá Verkís.
  • Sjónarmið verktaka - Sigurður Ragnarsson, forstjóri ÍAV

Allir sem starfa hjá aðildarfyrirtækjum FRV eru velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.

Bókunartímabil er frá 15 mar. 2019 til 21 mar. 2019