Viðburðir
03.05.2019 - 05.05.2019 kl. 18:00 Hótel B-59 í Borgarnesi

Aðalfundur og árshóf Félags blikksmiðjueigenda

Aðalfundur og árshóf Félags blikksmiðjueigenda, FBE, verður helgina 3.-5. maí á Hótel B-59 í Borgarnesi.

  • Föstudagur 3. maí - Aðalfundurinn hefst stundvíslega kl. 18.00.
  • Laugardagur 4. maí - Brunað um uppsveitir Borgarfjarðar og komið við á áhugaverðum stöðum. Um kvöldið verður glæsileg árshátíð með öllu tilheyrandi haldin á hótelinu.
  • Sunnudagur 5. maí - Haldið heim á leið eftir frábæra helgi í góðum félagsskap.

Nánari dagskrá verður send út þegar nær dregur.

Vegna skipulagningar eru félagsmenn beðnir um að skrá sig og taka fram hvort það séu einhverjar séróskir varðandi herbergi. Skráningarfrestur er til og með 20. mars.

Bókunartímabil er frá 25 feb. 2019 til 20 mar. 2019