Viðburðir
17.05.2019 - 19.05.2019 Íþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal

Lifandi heimili - stórsýning

Stórsýningin Lifandi heimili verður haldin í Laugardalshöllinni dagana 17. til 19. maí næstkomandi. Sýningin var síðast haldin árið 2017 þar sem um 24.000 gestir mættu. Um er að ræða þriggja daga sýningu sem hefst á föstudeginum á sérstökum fyrirtækjadegi og síðan er opið fyrir almenning laugardag og sunnudag. Samtök iðnaðarins eru meðal samstarfsaðila. 

Sýningunni verður skipt upp í svæði:
1. Nútímaheimilið, allt fyrir lifandi heimili, úti sem inni
2. Skrifstofan, það nýjasta fyrir skrifstofuna
3. Barnið, sýning fyrir verðandi og nýbakaða foreldra

Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um sýninguna.