Viðburðir
17.05.2019 - 19.05.2019 Íþrótta- og sýningarhöllin í Laugardal

Heimili & hönnun - stórsýning

Stórsýningin Lifandi heimili & hönnun verður haldin í Höllinni 17. til 19. maí á næsta ári 2019. Sambærileg sýning var haldin 18. til 21. maí á síðasta ári þegar um 24.000 gestir mættu. Samtök iðnaðarins voru þá meðal samstarfsaðila og verða það aftur. Sýningunni verður skipt upp í annars vegar nútímaheimilið og hins vegar sumarið og garðinn. Um er að ræða þriggja daga sýningu sem hefst á föstudeginum á sérstökum fyrirtækjadegi og síðan er opið fyrir almenning laugardag og sunnudag.    
Hér er hægt að nálgast frekari upplýsingar um sýninguna.