Viðburðir
31.01.2020 kl. 9:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

SÍK - Félagsfundur

Boðað er til félagsfundar SÍK föstudaginn 31. janúar nk. kl. 09.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Lára Herborg Ólafsdóttir, héraðsdómslögmaður, og Erla S. Árnadóttir, hæstaréttarlögmaður, báðar á lögmannsstofunni LEX, munu kynna fyrir aðildarfélögum SÍK nýja tilskipun Evrópusambandsins um höfundarétt á hinum stafræna innri markaði nr. 2019/790.

Tilskipunin mælir fyrir um ýmsar nýjar reglur á sviði höfundaréttar, m.a. í þeim tilgangi að heimila í ákveðnum tilvikum notkun höfundaréttarvarins efnis við kennslu, rannsóknir og varðveislu menningararfs ásamt því að veita útgefendum ákveðin réttindi. Tilskipunin hefur einnig að geyma ákvæði til hagsbóta fyrir rétthafa, svo sem 17. gr. tilskipunarinnar, sem hefur verið talsvert í fréttum en hún mælir fyrir um að tilteknir rafrænir þjónustuveitendur (e. online content-sharing service providers) þurfi að gera samninga við rétthafa er heimili þá notkun sem um ræðir en þetta mun hafa áhrif á þjónustur eins og YouTube og Facebook.

Tilskipunin sem samþykkt var í fyrra hefur verið umdeild og kemur til með að hafa áhrif á hagsmuni allra rétthafa að kvikmyndum þegar hún verður innleidd í íslenskan rétt. 

Boðið verður upp á morgunverð.

Bókunartímabil er frá 6 jan. 2020 til 31 jan. 2020