Viðburðir
04.11.2021 kl. 8:30 - 9:30 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Á gervigreind heima í menntakerfinu?

Á gervigreind heima í menntakerfinu? er yfirskrift annars fundar haustsins á menntamorgni atvinnulífsins. Fundurinn fer fram 4. nóvember kl. 8.30-9.30 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35. Boðið verður upp á morgunkaffi. Menntamorgnar atvinnulífsins eru samstarfsverkefni SA og aðildarsamtaka.

Frummælandi er Hinrik Jósafat Atlason, framkvæmdastjóri og stofnandi Atlas Primer sem bætir aðgengi að námsefni með því að nýta m.a. gervigreind og máltækni til sjálfvirknivæðingar í menntakerfinu. Undanfarin átta ár hefur Hinrik starfað við Háskólann í Reykjavík sem stundakennari við viðskiptadeild og tölvunarfræðideild. Hann er með M.Sc. gráðu í gervigreind og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði.

Í dag er gervigreind alls staðar. Við heyrum um hana í leik og starfi en hinn raunverulegi kraftur hennar er okkur oft hulinn. Fyrr en síðar mun hún hafa veigamikil áhrif á líf okkar allra en miklum breytingum fylgir oft mikil óvissa. Hinrik ræðir almennt um grunnhugtökin í gervigreind og skoðar hana svo sérstaklega með augum kennara sem velta fyrir sér hvernig menntakerfi framtíðarinnar gæti litið út.

Hér er hægt að skrá sig á fundinn.

Fundinum verður steymt á Facebook live: https://fb.me/e/1p8lJxfrU

Sjónvarp atvinnulífsins: https://vimeo.com/638741444