Viðburðir
23.05.2022 kl. 16:00 - 17:30 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda

Stjórn Félags húsgagna- og innréttingaframleiðenda boðar til aðalfundar félagsins mánudaginn 23. maí í fundarherberginu Hóll í Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35. Fundurinn hefst stundvíslega kl. 16.00 og boðið verður upp á léttar veitingar á meðan á fundi stendur.

Dagskrá

1. Fundur settur. Val fundarstjóra og ritara.

2. Kynning á starfsemi nýs félagsmanns – FÓLK Reykjavík.

3. Formaður skýrir frá störfum félagsins á liðnu ári.

4. Útgreiðslur styrktarsjóðs vegna meistarinn.is og heimasíðugerðar.

5. Féhirðir leggur fram endurskoðaða reikninga félagsins.

6. Ákveðin árgjöld fyrir næsta ár.

7. Sjálfbærniviðmið félagsmanna með KPMG – Fasi 2 til samþykktar

8. Kosin stjórn og varastjórn.

9. Kosnir endurskoðendur og einn til vara.

10. Kosning í starfsnefndir félagsins.

11. Önnur mál.

12. Fundi slitið.

Aðalfundurinn er boðaður í samræmi 8. gr. laga félagsins.

Bókunartímabil er frá 5 maí 2022 til 23 maí 2022