Viðburðir
02.06.2022 kl. 12:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða

Aðalfundur Meistarafélags húsasmiða, MFH, verður haldinn fimmtudaginn 2. júní kl. 12.00 í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni 35.

Dagskrá aðalfundar er í samræmi við 19 grein í lögum MHF:

19. grein

Aðalfundur hefur æðsta vald í öllum félagsmálum, innan þeirra takmarka er lög þessi ákveða. Aðalfund skal halda eigi síðar en í maímánuði ár hvert og skal boða til hans með minnst tveggja vikna fyrirvara með bréfi, tölvupósti, auglýsingum í blöðum eða á annan sannanlegan og tryggilegan hátt. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað og 20 félagsmenn eru á fundi.

Þessi eru störf aðalfundar:

1. Upplestur fundargerðar síðasta aðalfundar og samþykkt

2. Skýrsla félagsstjórnar

3. Skýrsla nefnda, ef við á

4. Lagðir fram skoðaðir reikningar fyrir liðið starfsár

5. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs

6. Breyting á lögum og skipulagsskrám, er fyrir liggja

7. Ákvörðun um upphæð félagsgjalds

8. Lýsa kjöri stjórnar eða kosning stjórnar ef við á

9. Kosning skoðunarmanna, trúnaðarmannaráðs og uppstillingarnefndar

10. Önnur mál

Undir liðnum önnur mál verður áhugaverð kynning sem verður nánar auglýst síðar.

Frá kl 11.30 verður boðið upp á hádegisverð fyrir fundargesti.

Skráningarhlekkur: https://forms.office.com/Pages/ResponsePage.aspx?id=JlUQWdstA0OrIpQqRhHcDKEfIFY82PdMrP0IL8rGasRUNTdQSUJVUEFPU04wTFA4OTI4TzQyWE40VC4u