Viðburðir
29.09.2022 kl. 9:00 Rafrænn fundur

Ný skýrsla SI um starfsumhverfi kynnt í streymi

Samtök iðnaðarins kynna nýja skýrslu um starfsumhverfi í streymi fimmtudaginn 29. september kl. 9. Í skýrslunni eru lagðar fram 26 umbótatillögur sem öllum er ætlað að efla samkeppnishæfni í grænni iðnbyltingu og stuðla að framförum. Með stöðugu, hagkvæmu og skilvirku starfsumhverfi fyrirtækja eykst geta hagkerfisins til þess að skapa verðmæti sem styðja við og bæta lífskjör í landinu í grænni framtíð.

Dagskrá

  • Ávarp - Árni Sigurjónsson, formaður SI
  • Græn iðnbylting er hafin - Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
  • Stöðugt og hagkvæmt starfsumhverfi - Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur SI
  • Hagkvæmt og skilvirkt starfsumhverfi - Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI

Hér er hægt að nálgast streymið:

https://vimeo.com/753922388