Viðburðir
29.11.2022 kl. 9:00 - 11:30 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Orkuskipti stærri ökutækja og vinnuvéla

Samtök iðnaðarins, Mannvirki – félag verktaka og Félag vinnuvélaeigenda efna til fundar um væntanleg orkuskipti markaðarins þegar kemur að stærri ökutækjum og vinnuvélum þriðjudaginn 29. nóvember nk. kl. 9.00–11.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl. Boðið verður upp á veitingar frá kl. 8.30.

Fundinum er ætlað að varpa ljósi á það framboð tækja sem í boði eru í dag og hvers markaðurinn má vænta á næstu árum í þeim efnum. Þá verður einnig farið yfir áskoranir og lausnir verktaka þegar kemur að því að tryggja nýjum tækjum orku á framkvæmdastað auk þess sem verkkaupar munu veita sýn sína á ágóða orkuskipta á slíkum tækjum í eigu verktaka við framkvæmdir á vegum verkkaupa.

Fundurinn er ætlaður félagsmönnum Mannvirkis – félags verktaka og Félags vinnuvélaeigenda.

Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn. Hér er hægt að skrá sig. 

Fundarstjóri er Bjartmar Steinn Guðjónsson, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði SI.

Dagskrá

  • Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð – Aðgerð 2.3 Samtal um orkuskipti á vinnuvélum - Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri sviðs mannvirkis og sjálfbærni hjá HMS og verkefnastjóri Byggjum grænni framtíð
  • Framboð atvinnutækja í dag og innlit í komandi ár - Ólafur Árnason, sölustjóri Veltis l Volvo atvinnutæki, Eyjólfur Pétur Pálmason, forstjóri Vélfangs l JCB atvinnutæki
  • Græn atvinnutæki, kröfur og tæknileg útfærsla - Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri VETNIS Iceland
  • Rafmagnsinnviðir og áskoranir á framkvæmdastað - Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku
  • Orkuskipti í framkvæmdum Landsvirkjunar - Ívar Kristinn Jasonarson, sérfræðingur loftslags og grænna lausna Landsvirkjunar
  • Reykjavíkurborg – útboð Miðborgarleikskóla - Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, verkefnastjóri umhverfismála, og Ámundi V. Brynjólfsson, skrifstofustjóri, bæði á skrifstofu framkvæmda og viðhalds hjá Reykjavíkurborg

Bókunartímabil er frá 24 nóv. 2022 til 29 nóv. 2022