Viðburðir
Geisli - viðurkenning SI
Viðurkenning Samtaka iðnaðarins, Geisli, verður afhent til fyrirtækja hér á landi sem eru einhyrningar, félög sem verðmetin hafa verið á yfir einn milljarð bandaríkjadala fyrir skráningu á markað. Einnig verða hugvekjur frá leiðtogum í hugverkaiðnaði.
Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 12. desember kl. 16-18 í salnum Fantasíu á Vinnustofu Kjarval.
Boðið verður upp á léttar veitingar.