Viðburðir
06.11.2025 kl. 11:30 - 13:00 Hús atvinnulífsins, Borgartúni 35

Samtal um stöðu húsnæðisuppbyggingar við HMS

Samtök iðnaðarins boða til fundar með fulltrúum HMS fimmtudaginn 6. nóvember kl. 11.30-13.00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35. Einnig verður boðið upp á streymi fyrir þá sem ekki hafa tök á að vera á staðnum.

Tilgangur fundarins er að skapa vettvang fyrir opið samtal um stöðu húsnæðisuppbyggingar og þær áskoranir sem atvinnugreinin stendur frammi fyrir um þessar mundir. Markmiðið er að veita betri innsýn í stöðu verktaka og að fram komi ólík sjónarmið sem geta nýst í áframhaldandi vinnu við að efla uppbyggingu húsnæðis á Íslandi.

Skráning er nauðsynleg.

Bókunartímabil er frá 31 okt. 2025 til 6 nóv. 2025